fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Baldur segir borgarfulltrúa ósátta með birtingu launaseðilsins: „Ég var ekki vinsælasta stelpan í partýinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 14:00

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir engan borgarfulltrúa í meirihlutanum hafa verið ánægðan með að hann skyldi birta launaseðilinn sinn opinberlega.  Hann sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann ætli að leggja fram tillögu á næstunni um að heildarlaun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa liggi ávallt fyrir.

Sjá einnig: Baldur varaborgarfulltrúi birtir launaseðil sinn og krefst meira gagnsæis

Hann segist hafa átt von á að allar upplýsingar um kaup og kjör borgarfulltrúa lægju fyrir á vef Reykjavíkurborgar. „Ég var frekar hissa á því vegna flokka sem eru þarna inni sem tala mikið um gegnsæi.“ Baldur segir að þegar hann hafi borið upp tillöguna þá hafi hann ekki fengið jákvæð viðbrögð frá fulltrúum meirihlutans. „Það var mín upplifun, ég bar þessa hugmynd upp og mér brá hvað viðbrögðin voru lítið jákvæð.“ Baldur segir að þegar hann hafi birt sinn eigin launaseðil þá hafi hann fengið dræm viðbrögð hjá meirihlutaflokkunum. „Við getum orðað þetta sem svo að ég var ekki vinsælasta stelpan í partýinu.“

Fram kom í launaseðlinum sem Baldur birti að hann er með rúmar 786 þúsund krónur á mánuði hjá borginni og fær því alls 530 þúsund krónur útborgaðar. Föst nefndarlaun eru 726 þúsund krónur og starfskostnaður er um 52 þúsund á mánuði.

Gæti ekki reiknað út eigin laun

Laun borgarstjóra, borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa eru opinberar upplýsingar sem eru aðgengilegar fjölmiðlum og almenningi.

Sjá nánar: Laun borgarfulltrúa hækkað um rúm 22 prósent

Sjá nánarBorgarritari og sviðsstjórar Reykjavíkurborgar launahæstir með 1.5 milljónir á mánuði

Á vef Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar má einnig nálgast launatöflur þeirra sem starfa hjá borginni, eftir atvinnugrein og starfsstétt. Þar er reiknað eftir meðaltali.

Á vef Alþingis má nú finna sundurliðaðar upplýsingar um kjör þingmanna og ráðherra. Baldur segir að þessar upplýsingar séu vissulega opinberar en það þurfi að gera þær aðgengilegri. „Ef þú ert klár í því að sörfa á netinu þá eigir þú að getað komist að því hvað er greitt fyrir nefndarsetu og svo framvegis, þannig eigi þetta að vera aðgengilegt. Það er ekki svoleiðis, ég gæti ekki reiknað út mín eigin laun með þeirri aðferð,“ segir Baldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“