fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Eyjan

Laun borgarfulltrúa hækkað um rúm 22 prósent

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. september 2018 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað sem nemur 22,4 prósentum frá því í apríl í fyrra, eða 133 þúsund krónur, þegar borgarstjórn ákvað að binda launin við þróun launavísitölu í stað þess að fylgja úrskurði kjararáðs. Fréttablaðið greinir frá.

Í síðustu viku var tilkynnt á fundi forsætisnefndar að grunnlaunin yrðu 726,748 krónur og fastur starfskostnaður 52,486 krónur.

Í apríl í fyrra var ákveðið í borgarstjórn að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Árið áður hafði kjararáð hækkað launi þeirra um rúm 44 prósent sem skapaði nokkra úlfúð í samfélaginu og ákvað borgarstjórn að fyrsta launin til að byrja með og aftengja sig kjararáði í fyrra.

Fyrir þá hækkun voru grunnlaun borgarfulltrúa 593,720 krónur á mánuði. Með hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun orðið 856,949 krónur.

Grunnlaunin eru nú 726 þúsund, en ofan á kemur ýmis starfskostnaður og álagsgreiðslur sem getur numið hundruðum þúsunda. Til dæmis fá þeir borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði greitt álag sem nemur fjórðungi af grunnlaunum. Fær formaður borgarráðs 40% álag.

Þá fá þeir borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum einnig fjórðungsálag ofan á grunnlaunin.

Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn