fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir hugmyndafræði Hannesar „nútímaútgáfa af kynþáttahreinsunum“ – Hannes svarar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að það eigi að vera réttur launafólks að ráða sig hvar sem er í vinnu fyrir hvaða kaup sem er án afskipta verkalýðsforingja. Andri Sigurðsson, einn forsprakka Jæja-hópsins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann vitnar í skrif hagfræðingsins Marshall Steinbaum um að frjálshyggja sé í raun „nútímaútgáfa af kynþáttahreinsunum“. Hannes hefur verið duglegur við að bendla sósíalisma við þjóðernissósíalisma, eða nasisma.

Sjá einnig: Guðmundur Andri kemur Sólveigu og sósíalisma til varnar

Segir Andri að það sé hugmyndafræði Hannesar, frjálshyggjan en ekki sósíalismi, sem eigi meira skylt með nasisma. „Hugmyndafræði hans gengur í stórum atriðum út á að verja rétt fyrirtækja og ríkra til að brjóta á réttindum verkafólks og minnihlutahópa, greiða ekki skatta og útrýma velferðarkerfinu. Hannes afneitar líka hlýnun jarðar af mannavöldum,“ segir Andri og bætir við: „Sennilega er hann að vona að ná fram markmiðum Hitlers þegar hugmyndafræði hans er búin að eyðileggja loftslagið og aðeins hópur ríkra og hvítra hefur efni á því að lifa á jörðinni í sérútbúnum bönkerum. Hvað ástæður aðrar gætu verið fyrir því að velja skammtímagróða örfárra fram yfir framtíð meirihluta mannfólks á jörðinni?“

Hannes var ekki lengi að svara og sagði auðvelt að tengja saman sósíalisma og nasisma, þeir hafi sjálfir kallað sig þjóðernissósíalista. „Og þeir áttu það sameiginlegt með öllum öðrum sósíalistum að hafna sjálfsprottnum lausnum sjálfvalins samstarfs einstaklinganna á markaðnum og í þjóðlífinu, en vilja valdbjóða eigin hugmyndir.“ Varðandi rétt launþega segir Hannes: „Réttur launafólks á aðallega að vera réttur þess til að ráða sig í vinnu hvar sem er fyrir hvaða kaup sem er án afskipta svokallaðra verkalýðsleiðtoga, sem neyða það í verkfall, oft gegn vilja þess (því að annars væru verkfallsbrjótar varla til).“

Um velferðarkerfið segir Hannes að það sé eðlilegt að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir. Hannes segir að hann hafni ekki alfarið kenningunni um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, en hann bætir þó við: „Það er harla ólíklegt, að það loftslag, sem við höfum búið við síðustu hálfa öldina eða svo, sé hið eina æskilega, svo að hlýnun eða kólnun um eitt eða tvö stig leiði til einhvers ófremdarástands.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, svarar svo Hannesi og segir: „Að einhver hópur setji eitthvað merki á sig þýðir ekkert endilega að orð og gjörðir fari saman. Þó nasistar hafi kallað sig sósíalista þá voru þeir það alls ekki. Þó sjallar kalli sig markaðshyggjuflokk á við hátíðleg tilefni þá er hann það ekki. Þó BNA sé ítrekað kallað frjálsasta land í heimi þá er það alls ekki satt.“

Sólveig Anna, Jón Múli, Stalín og nasistar

Hannes gagnrýndi valið á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar – Stéttarfélags, sem útnefnd var Maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en Sólveig Anna

„Þetta segir meira um fólkið á fréttastofunni en þennan sósíalista, en rösklega 100 milljónir manns týndu lífi af völdum sósíalismans á 20. öld, í Kína, Rússlandi, Kambódíu og víðar. Hvenær yrði yfirlýstur nasisti maður ársins?“

Í gær rifjaði Hannes síðan upp sögu af Jóni Múla Árnasyni, föður Sólveigar, þar sem hann minnti á að Jón Múli hefði varið gjörðir Stalíns í sjónvarpsþætti árið 1980:

„Déjà vu. Það var föstudagskvöldið 26. september 1980. Við Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Múli Árnason vorum fengnir til að ræða í sjónvarpssal undir stjórn Boga Ágústssonar um heimildaþætti um Stalín, sem Sjónvarpið var þá að ljúka við að sýna. Ég varð furðu lostinn vitni að því, að Jón Múli setti upp sólgleraugu í byrjun þáttarins og hóf mikla varnarræðu fyrir Stalín. Haggaðist hann hvergi, þótt við Jón Baldvin minntum á allar þær staðreyndir, sem fram hefðu komið um blóðþorsta hans og grimmd. Raunar ofbauð fleirum. Árni Bergmann skrifaði nokkrum dögum síðar grein í Þjóðviljann gegn málflutningi Jóns Múla.“

Sjá einnigHannes gagnrýnir valið á Sólveigu Önnu:„Hvenær yrði yfirlýstur nasisti maður ársins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?