fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Hannes gagnrýnir valið á Sólveigu Önnu: „Hvenær yrði yfirlýstur nasisti maður ársins?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er ósáttur við að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar hafi valið Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem mann ársins fyrir „fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu.“

Val fréttastofunnar var kynnt í Kryddsíldinni á gamlársdag venju samkvæmt, en virðist það hafa farið fyrir brjóstið á Hannesi að sósíalisti hafi hlotið þessa nafnbót, enda lengi haft horn í síðu sósíalista í gegnum árin, þegar kemur að stjórnmálaskoðunum.

Hannes segir á Facebook síðu sinni um val Stöðvar 2:

„Þetta segir meira um fólkið á fréttastofunni en þennan sósíalista, en rösklega 100 milljónir manns týndu lífi af völdum sósíalismans á 20. öld, í Kína, Rússlandi, Kambódíu og víðar. Hvenær yrði yfirlýstur nasisti maður ársins?“

Hannes gagnrýndi einnig þátttöku Jóns Gnarr í Áramótaskaupinu í ár, en Jón var meðal höfunda þess. Sagði Hannes að Jón væri „alkunnur letingi og auðnuleysingi:

„Það er auðvitað með ólíkindum, að Ríkisútvarpið fái Jón Gnarr til að skrifa handrit að spaugi um liðið ár. Hann er hatursmaður Sjálfstæðisflokksins og alkunnur letingi og auðnuleysingi, tók full laun fyrir að gera ekki neitt sem borgarstjóri, en fann vanmetakennd sinni útrás í árásum á sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Hann er trúður án erindis,“

skrifaði Hannes.

Sjá nánarSkiptar skoðanir um Skaupið og þátttöku Jóns Gnarr:„Alkunnur letingi og auðnuleysingi“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Antony til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit