fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Guðmundur Andri kemur Sólveigu og sósíalisma til varnar: „Sérlega illa til fundið hjá Hannesi Hólmsteini“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 16:00

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, sér sig knúinn til að nefna 10 þekkta sósíalista sem höfðu góð og mikilvæg áhrif á samfélagið, í tilefni af gagnrýni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, stjórnmálafræðiprófessors, á Sólveigu Önnur Jónsdóttur, formanns Eflingar og sósíalistastefnunni.

Líkt og Eyjan greindi frá í dag líkti Hannes Sólveigu Önnu við nasista, í færslu á Facebook. Tilefnið var val fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á manni ársins, hvers nafnbót féll í skaut Sólveigar.

Virtist sem Hannes kunni þessu vali illa, því hann spurði meðal annars hvenær yfirlýstur nasisti yrði maður ársins, en Hannes setti sósíalisma í samhengi við dauða rösklega 100 milljóna manna á 20. öldinni.

Sjá nánar: Hannes gagnrýnir valið á Sólveigu Önnu:„Hvenær yrði yfirlýstur nasisti maður ársins?“

Guðmundur Andri segir gagnrýni Hannesar illa til fundna:

„Willy Brandt, Tage Erlander, Thorvald Stauning, Harold Wilson, Einar Gerhardsen, Héðinn Valdimarsson, Þorsteinn Erlingsson, Olof Palme, Gylfi Þ. Gíslason, Francois Mitterand … tíu nöfn af handahófi sem koma í hugann af fólki sem hafði mikilvæg áhrif til góðs í sínum samfélögum og hefðu gengist við heitinu „sósíalisti“. Sérlega illa til fundið hjá Hannesi Hólmsteini að nota þetta sæmdarorð sem skammaryrði þegar hann reynir að finna eitthvað ljótt að segja um Sólveigu Jónsdóttur verkalýðsforingja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt