fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Alþingi gaf upp rangar tölur í sundurliðun á kostnaði við hátíðarfund Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:00

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Alþingi sundurliðun á kostnaði við hátíðarfundinn á Þingvöllum þann 18. júlí líkt og Eyjan greindi frá. Í dag er sundurliðunin birt að nýju, þar sem einn kostnaðarliðurinn var rangur í frétt Alþingis í gær.

Í gær kom fram á vef Alþingis að kostnaður við palla og gangvegi (efni og vinna) hefði kostað rúma 31 milljón. Í dag er birtir Alþingi uppfærðan lista, þar sem kostnaður við palla og gangvegi er kominn í rúmar 39 milljónir.

Heildarkostnaður breyttist ekki við leiðréttinguna.

Kallað eftir afsögn Steingríms

Kostnaður við Þingvallafundinn fór 41 milljón fram úr áætlun og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með það á samfélagsmiðlum. Líkt og Eyjan greindi frá gagnrýnir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, forseta Alþingis harðlega í pistli á Stundinni, fyrir aðkomu sína að málinu og krefur hann um afsögn.

Mörgum hefur orðið tíðrætt um kostnað við lýsingu fundarins, sem fram fór um hábjartan dag. Sú lýsing var þó gerð sérstaklega fyrir sjónvarp, sem krefst mikils ljósmagns umfram dagsbirtu, en Snæbjörn setur kostnaðinn við lýsinguna í samhengi við öllu alvarlegra málefni:

„Til samanburðar má nefna að nú á að setja 25 milljónir í baráttu gegn sjálfsvígum ungmenna á Íslandi, vandamál sem er talsvert brýnna en lýsingin í DVD upptöku fullveldishátíðarinnar. Hátíðin endaði á að kosta 87 milljónir. Um allt þetta fíaskó mætti kannski segja, ljósin voru kveikt en það var enginn heima.“

 

Sjá má rétta sundurliðun hér að neðan:

Pallar og gangvegir (efni og vinna) 39.146.073 kr.

Hljóðkerfi – 3.790.720 kr.

Lýsing – 22.026.370 kr.

Veitingar – 2.222.564 kr.

Ferðakostnaður – 1.413.000 kr.

Tónlist – 2.070.000 kr.

Raflögn – 4.588.548 kr.

Hönnun og ráðgjöf – 9.169.706 kr.

Gæsla – 2.558.434 kr.

Samtals = 86.985.415 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki