fbpx
Eyjan

Barátta gegn sjálfsvígum fær 25 milljónir en 22 milljónir fóru í að lýsa upp sumarið – Kallar eftir uppsögn Steingríms

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 19:55

„Frá manninum sem færði okkur Vaðlaheiðargöng, sem gætu endað á að kosta okkur allt frá 17 milljörðum til 30, er nú komið nýtt reikningsdæmi. Það er sérstakur hátíðisfundur á þingvöllum til að fagna fullveldi. Umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur var heiðursgestur á samkomu sem eiginlega náði að kristalla alla pólitík Gamla Íslands sem búsáhaldabyltingin gekk út á að mótmæla.“

Þannig hefst pistill eftir Snæbjörn Brynjarsson, rithöfund og varaþingmann Pírata sem birtur er á Stundinni. Þar kallar Snæbjörn eftir afsögn Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis. Komið hefur á daginn að kostnaðurinn við hátíðarsamkomuna á Þingvöllum vegna fullveldisafmælisins var 87 milljónir króna. Fór kostnaður 41 milljón fram úr áætlun. Eins og Egill Helgason bendir á þegar kemur að sundurliðun reikningsins var lýsingin ein og sér 22 milljónir króna og það um hábjartan dag að sumri til. Egill segir:

„Maður spyr – hvernig er hægt að gera svo vonda áætlun, að kostnaður við frekar litla samkomu næstum tvöfaldist. Og það  hlýtur líka að flökra að manni að aðstandendum þessa sé alveg sama, þeir kæri sig kollótta.“

Snæbjörn tekur í svipaðan streng nema gengur skrefinu lengra og vill sjá þingmenn taka ábyrgð á klúðrinu. Snæbjörn segir að Steingrímur njóti ekki lengur trausts og í öðru landi hefði hann þurft að taka pokann sinn en því sé ekki að heilsa hér.

„Steingrímur J. Sigfússon ætti að segja af sér sem forseti alþingis,“ segir Snæbjörn og bætir við á öðrum stað:

„Fólk getur auðvitað endalaust þrætt um fundargerðir afmælisnefnda og þvælt málinu fram og til baka, en það breytir ekki þeirri staðreynd að forseti alþingis er hæst launaðasti meðlimur þingsins af því hann ber höfuðábyrgð á störfum þess. Og Steingrímur ber höfuðábyrgð á fundinum.“

Snæbjörn setur svo kostnaðinn við lýsinguna á Þingvöllum í annað samhengi:

„Til samanburðar má nefna að nú á að setja 25 milljónir í baráttu gegn sjálfsvígum ungmenna á Íslandi, vandamál sem er talsvert brýnna en lýsingin í DVD upptöku fullveldishátíðarinnar. Hátíðin endaði á að kosta 87 milljónir. Um allt þetta fíaskó mætti kannski segja, ljósin voru kveikt en það var enginn heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Í gær

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar