fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Bæjarstjóri sakar Óttar um rasisma – Þetta sagði Óttar orðrétt í Kastljósi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 09:45

Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri og Óttar Yngvason lögmaður. Samsett mynd/Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, sakar Óttar Yngvason, lögmann Náttúruverndarsamtakanna um rasisma í viðtali í Kastljósi í gær. Óttar ræddi um fiskeldi á Vestfjörðum og boðaðar lagabreytingar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál um að fella úr gildi leyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja á svæðinu. Íbúi á Bíldudal sem Eyjan ræddi við í gær sagði að margir á svæðinu væru með hnút í maganum vegna óvissunnar um hvort fiskeldisfyrirtækin færu burt eða ekki.

Sjá einnig: Uppnám meðal íbúa á Bíldudal

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun er Guðmundur allt annað en sáttur við framgöngu Óttars í þættinum og segir hann hafa slegið Vestfirðinga með „svellkaldri rasistatusku“ í andlitið. Guðmundur segir að Óttar hafi farið fram með rangfærslur og rasisma í málflutningi sínum þegar hann talaði gegn sjókvíaeldi á Vestfjörðum.

Sjá einnig: Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir lögmann hafa slegið Vestfirðinga með „svellkaldri rasistatusku“

Hér fyrir neðan má sjá hvað Óttar Yngvason sagði varðandi atvinnu á svæðinu í Kastljósþættinum í gær er hann ræddi við Einar Þorsteinsson fréttamann. Lesendur geta svo lagt mat á hvort um sé að ræða „svellkaldra rasistatusku“ eða ekki.

Einar spurði hann hvort það væri ekki rétt að gæta meðalhófs þar sem fólk byggi afkomu sína á þessum fyrirtækjum.

Óttar: „Þetta eru örfáir menn sem eru þarna við störf. Og mest er það nú Pólverjar eða útlendingar.“

Einar skaut þá inn: „Þeir þurfa nú líka að vinna.“

„Já já. Þeir geta unnið líka víðar. Og þarna eiga þeir ekki nema bara bráðabirgðaheimili.“

Einar sagði þá: „Það er nú kannski ekki alveg hægt að segja það.“

Atvinnumálin bar aftur á góma stuttu síðar, spurði Einar:

„Hvað finnst þér um þau sjónarmið að þarna sé verið að kippa grundvellinum undan atvinnustarfsemi á þessu svæði?“

„Þessi atvinnustarfsemi er ný þarna á svæðinu. Þetta eru örfáir aðilar sem að vinna við þetta…“

Einar: „Menn hafa talið þetta upp í 300 störf.“

Óttar: „Það er bara vitleysa. Það eru kannski 10-15 störf þarna í Patreksfirðinum og ekkert byrjað í Tálknafirðinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“