fbpx
Eyjan

Uppnám meðal íbúa á Bíldudal: „Nú er bara hellingur af fólki í óvissu“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 8. október 2018 13:30

Jón Garðar og eiginkona hans. Mynd úr einkasafni.

Mikið óöryggi er nú meðal íbúa á Bíldudal í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Sex manna fjölskylda á Bíldudal óttast að ævisparnaðurinn sé orðinn að engu í kjölfar ákvörðunarinnar.  Jón Garðar Jörundsson, framkvæmdastjóri Hafkalks, eiginkona hans og fjögur börn fengu afhent nýtt heimili á Bíldudal fyrir tveimur vikum. Þegar þau keyptu framtíðarheimilið sitt höfðu þau trú á bænum og töldu að þetta væri góð og skynsamleg fjárfesting þar sem um var að ræða vaxandi byggðarlag.

Sjá einnig: Steinunn er brjáluð – „Ég vil fá að ráða hvar ég bý“

Jón Garðar segir í samtali við DV að ákvörðunin hafi skapað mikið óöryggi og hræðslu. „Fólk með börn í miðjum fjárfestingum, svona stoppar allt. Eins og við, við vinnum hvorugt í fiskeldinu en vorum búin að kynna okkur málin vel áður en við fluttum því að fiskeldið hefur svo mikil áhrif á verðmyndun á svæðinu. Við trúðum ekki að það væri hægt að afturkalla leyfi sem var búið að gefa. Nú erum við að kaupa hús á fullu verði og svo er allur peningurinn þurrkaður út, húsið varð verðlaust bara með einu pennastriki.“

Þremur dögum eftir að þau fengu húsið afhent þá ákvað úrskurðarnefndin að fella úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækja á svæðinu vegna tæknilegra annmarka. Jón Garðar segir að bæinn hafa verið nálægt því að leggjast í eyði en fiskeldið hafi gert það að verkum að þjónusta hafi verið byggjast upp og húsnæði farið að hækka í verði, því sé úrskurðurinn reiðarslag fyrir samfélagið.

Nágrannar Jóns Garðars starfa við fiskeldi og vita nú ekki hvað bíður þeirra. „Við erum bara venjulegt fólk sem þarf að borga sína reikninga og gera sín framtíðarplön. Við viljum vera eins málefnaleg og við getum, það er bara þessi óvissa sem þessi nefnd er búin að skapa af því manni finnst af einhverjum óþarfa. Nú er bara hellingur af fólki í óvissu. Það er mikið óöryggi á svæðinu og hnútar í maganum,“ segir Jón Garðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar