fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Vilhjálmur svarar ásökunum – „Það var aldrei ætlun mín að vega að æru látins manns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var aldrei ætlun mín að vega að æru látins manns og hafi Þorsteinn tekið því svo bið ég hann að sjálfsögðu afsökunar á því enda var það alls ekki tilgangur minn með þessum spurningum til hans,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í svari sínu við harðorðum pistli Þorsteins Víglundssonar þingmanns Viðreisnar. Deilan á sér upptök í þeirri aðgerð VR að skipta út tveimur fulltrúum í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna en Þorsteinn, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gagnrýnt afskipti VR af sjóðnum. 

Eftirfarandi færsla Vilhjálms á Facebook hefur vakið athygli og valdið gagnrýni:

„Það væri t.d. forvitnilegt ef Þorsteinn Víglundsson myndi upplýsa launafólk hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu af lífeyri launafólks vegna gjaldþrots BM Vallá. Þá er kannski rétt að hann upplýsi um leið hvað BM Vallá borgaði fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma.“

Fyrrverandi forstjóri BM Vallár er Víglundur Þorteinsson, faðir Þorsteins, en hann lést fyrir nokkrum mánuðum. Í pistli í fyrradag sakaði Þorsteinn Vilhjálm um að vega að æru látins föður síns með þessum orðum og fullyrti að lífeyrissjóðir hefðu engu tapað á gjaldþroti BM Vallár. Farið er í gegnum pistil Þorsteins hér.

Vilhjálmur segir í svari sínu í gær:

„Ég var að viðurkenna að þetta svar Þorsteins Víglundssonar til mín vekur hjá mér vissa undrun því mér finnst það afar langsótt að ég hafi verið að vega að æru látins föður hans með því að óska eftir svörum yfir því hvað lífeyrissjóðir launafólks hafi tapað miklu á 15,5 milljarða gjaldþroti BM Vallá en einungis 3,9 milljarðar fengust uppí lýstar kröfur.“

Segist Vilhjálmur ekki vita betur en einhverjir lífeyrissjóðir hafi verið á meðal kröfuhafa í þrotabú BM Vallár. Hann segir síðan:

„Pistill minn byggðist uppá því að mér fyndist það grátbroslegt og hræsni að bæði Þorsteinn og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa kallað eftir inngripi frá Fjármálaeftirlitinu vegna þess að Trúnaðarráð VR kaus að setja sína fulltrúa í stjórn LV af. Ég byggi þessa skoðun mína á því að þessi ummæli frá áðurnefndum aðilum séu grátbrosleg og hræsni í ljósi þess að ég minnist þess ekki að heyrðist hafi frá þeim þegar lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 milljörðum af lífeyri launafólks.“

Svar Vilhjálms í heild með lesa með því að smella hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna