fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Eyjan

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég láta slíkum ómerkilegheitum ósvarað en Vilhjálmur vegur ekki aðeins að æru minni í pistli sínum heldur einnig æru föður míns sem lést fyrir fáum mánuðum. Slíku get ég ekki látið ósvarað,“ skrifar Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í nýjum og löngum pistli á Fésbókarsíðu sinni. Tilefni pistilsins er þessi færsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness:

„Það væri t.d. forvitnilegt ef Þorsteinn Víglundsson myndi upplýsa launafólk hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu af lífeyri launafólks vegna gjaldþrots BM Vallá. Þá er kannski rétt að hann upplýsi um leið hvað BM Vallá borgaði fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma.“

Deiluefnið eru brottrekstur VR á fulltrúum félagsins í Lífeyrissjóði Verslunarmanna en Þorsteinn hefur gagnrýnt mjög afskipti VR af sjóðnum. Vilhjálmur hefur sakað hann um hræsni vegna þeirra skrifa. Þorsteinn segir alrangt að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrost BM Vallár en faðir hans Víglundur Þorsteinsson var forstjóri fyrirtækisins:

„Í pistli sínum ýjar Vilhjálmur að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár, sem var í eigu föður míns og ég starfaði hjá sem framkvæmdastjóri og forstjóri um átta ára skeið. Stutta svarið við því er að lífeyrissjóðir voru hvorki fjárfestar né lánveitendur BM Vallár við þrot. Tjón lífeyrissjóða vegna gjaldþrots BM Vallár var því ekkert.“

Þorsteinn viðurkennir að gjaldþrot BM Vallár hafi verið stórt en bæði hann og faðir hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga félaginu frá þroti:

„Við feðgar gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að bjarga félaginu frá þroti. Við stóðum í mjög miklum og sársaukafullum hagræðingaraðgerðum í á þriðja ár þar sem rekstur félagsins var algerlega endurskipulagður. Það var aldrei greiddur arður út úr félaginu. Laun okkar feðga voru að sama skapi mjög hófleg miðað við launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja af sambærilegri stærð. Við börðumst með öllum tiltækum ráðum fyrir hag fyrirtækisins og starfsmanna þess. Hins vegar tókst okkur ekki að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu þess og því fór sem fór.

Blessunarlega fyrir starfsfólk fyrirtækisins var rekstur þess hins vegar aldrei stöðvaður enda hafði rekstrarleg endurskipulagning okkar á því tryggt að það var mjög vel lífvænlegt að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu eins og kom á daginn. Fyrirtækið er í miklum blóma í dag.“

Um kaupin á Sementsverksmiðjunni skrifar Þorsteinn:

„Ekkert óeðlilegt var í þeim viðskiptum. Og svo því sé til haga haldið þá hefði Sementsverksmiðjan að öllum líkindum farið í gjaldþrot árið 2003 ef BM Vallá hefði ekki keypt rekstur verksmiðjunnar í félagi við Björgun og norska sementsframleiðandann Norcem. Félagið hafði á þeim tíma tapað samtals 500 milljónum króna á þeim þremur árum sem liðin voru frá því Aalborg Portland hóf samkeppni á íslenskum sementsmarkaði og hafði auk þess tapað nær öllum viðskiptavinum sínum nema BM Vallá og fáeinum smærri kaupendum.

Kaupin á Sementsverksmiðjunni voru vafalítið ekki skynsamleg frá viðskiptalegum sjónarhóli. En faðir minn var ákveðinn í því að standa með verksmiðjunni, þrátt fyrir ítrekuð boð um betri kjör frá samkeppnisaðila. Hann var ötull talsmaður innlends iðnaðar og sýndi það í verki. Auk þess hafði verksmiðjan staðið með BM Vallá á erfiðum tímum og hann taldi það skyldu sína að standa með henni þarna.“

Í lok pistils síns sakar Þorsteinn Vilhjálm um lágkúru en segist ávallt reiðubúinn að rökræða við hann á málefnalegum grundvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Eyjan
Í gær

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar

Vegagerðin kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna