fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór tekur vel í útsvarslækkun en sósíalistarnir eru á móti

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið merkilegt að heyra Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, taka undir hugmyndir um að Reykjavíkurborg komi að því að liðka fyrir kjarasamningum með því að lækka útsvar. Þarna er verkalýðsforinginn beinlínis að mæla fyrir því að teknir verði fjármunir sem fara í samneysluna í borginni og þeim dreift til einstaklinga – og þá í meira mæli til þeirra sem hafa háar tekjur en lágar.

Þetta er ekki alveg í samræmi við kröfur um aukna félagslega þjónustu, uppbyggingu húsnæðis fyrir efnalítið fólk, meira leikskólapláss, bættar samgöngur, og þar fram eftir götunum. Undanfarin ár hefur fremur verið kvartað undan því að of litlar tekjur renni til sveitarfélaganna – miðað við öll verkefnin sem þau hafa tekið að sér. Það er eiginlega rannsóknarefni hvað sveitarfélög hafa í raun miklu meiri umsvif nú en var fyrir fáum áratugum. En það er svosem í anda þeirrar alheimsþróunar að borgir eru sífellt að stækka, verða flóknari og vægi þeirra að aukast.

Útsvarslækkun er þess eðlis að hún kæmi sér best fyrir þá sem hafa hæst launin. Það eru þeir sem myndu spara sér flestar krónur ef prósentan yrði lækkuð úr 14,52 prósentum í 14 prósent. Hinir efnameiri fengju fleiri krónur út úr því en þeir sem eru á lægstu laununum. Það er einfalt reikningsdæmi.

Og það  þyrfti þá að koma fram hvar ætti að skera niður hjá borginni á móti – eða hvaða áform, þjónustu eða framkvæmdir ætti að hætta við? Reyndar virðist blasa við samdráttur í efnahagslífinu með minnkandi tekjum fyrir sveitarfélögin.

Það vekur athygli að við afgreiðslu þessara tillagna Sjálfstæðismanna í borgarstjórn greiddi Sanna Magðalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins, atkvæði á móti útsvarslækkuninni. Sanna er flokkssystir Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en milli Sólveigar og Ragnars Þórs Ingólfssonar hefur hingað til verið nær fullkominn samhljómur. Sósíalistaflokkurinn hefur haft aðra nálgun varðandi útsvarið, eins og sjá má á þessum orðum Sönnu:

„Get ekki séð að flöt skattalækkun á alla, þjóni hagsmunum hinna verr settu. Svo ég segi það enn og aftur, þá þurfum við útsvar frá fjármagnseigendum inn í sameiginlegan sjóð okkar en ekki leiðir sem bjóða upp á það að hinir betur settu greiði minna til samneyslunnar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“