fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Stefán óhress: „Blöskrar bullið frá áróðursmaskínu SA“ – Birtir þessa mynd máli sínu til stuðnings

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 23. febrúar 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru vinir ég sé að margir hafa verið að tjá sig um kjaramálin í dag. Ég hef ekki verið vanur að tjá mig um kjaramálin á þessum vettvangi en mér blöskrar bullið frá áróðursmaskínu SA í dag.“

Þetta segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. Stefán segir að staðreyndin sé sú að tilboð Samtaka atvinnulífsins sé tilboð um kaupmáttarrýrnun fyrir flesta félagsmenn VR, sé miðað við verðbólguspá Hagstofunnar. Stefán birtir mynd á Facebook í gærkvöldi máli sínu til stuðnings sem má sjá hér neðst í fréttinni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýsti því yfir í gær að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að krafa verkalýðshreyfingarinnar fæli í sér 60 ti 85 prósenta hækkun á öll laun væru fjarstæðukenndar og varla svaraverðar. Tilboð Samtaka atvinnulífsins fælu í sér kjararýrnun.

Sjá einnig: Ragnar Þór leggur spilin á borðið: „Sturlað viðhorf viðsemjenda okkar“

Stefán er sama sinnis og bendir á að í launakröfum VR væri gerð krafa um árlega krónutöluhækkun upp á 42 þúsund krónur á mánuði á þremur árum; 2019, 2020 og 2021.

„Það er augljóst að þegar farið er í prósentureikning, eins og margir gera þessa dagana, þá má fá út mjög háa prósentutölu á lægstu launin sérstaklega þegar tölur til þriggja ára eru lagðar saman. En staðreyndin er að þegar krafa VR er reiknuð sem prósenta á öll laun félagsmanna VR, svokallað kostnaðarmat, þá fæst út að laun myndu hækka að meðaltali um 7,9% árið 2019, 7,3% árið 2020 og 6,7% árið 2021. Þess má geta að í fjárlögum fyrir árið 2019 gera stjórnvöld ráð fyrir að meðalhækkun launa verði 6%,“ segir Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki