fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Borgin bendir á Sambandið: „Hvatti sveitarfélög til að beita sér fyrir aukinni kosningaþátttöku“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 10:06

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem bent er á að rétt sé að halda því til haga, að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi hvatt sveitarfélög til að beita sér fyrir aukinni kosningaþátttöku áður en Reykjavíkurborg gerði það, þá með þeim afleiðingum að brotið var gegn persónuverndarlögum.

Persónuvernd komst að því að Reykjavíkurborg, í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hefði brotið gegn persónuverndarlögum með sms-sendingum sínum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga þar sem vissir aldurshópar voru hvattir til að kjósa.

Hafa borgarfulltrúar minnihlutans ýjað að því um kosningasvindl hafi verið að ræða, en Líf Magneudóttir hefur vísað því á bug, meðal annars á þeim forsendum að úrslit kosninganna hafi ekki verið hagstæð fyrir vinstri flokkana.

Sjá nánar: Líf Magneudóttir:Ekki um kosningasvindl að ræða þar sem vinstriflokkarnir juku ekki fylgið

Sjá nánarReykjavíkurborg framdi lögbrot þegar hún sendi ungum kjósendum sms

Í tilkynningu sinni bendir Reykjavíkurborg á að SÍS hafi hvatt til auknar kosningaþátttöku:

„Í ljósi ákvörðunar Persónuverndar og opinberrar umræðu um hlutverk sveitarfélaga í að hvetja til kosningaþátttöku telur Reykjavíkurborg rétt að halda eftirtöldu til haga. Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018-2022 segir að Sambandið skuli beita sér fyrir „umræðu á vettvangi sveitarfélaga um framþróun lýðræðis á sveitarstjórnarstigi, hvernig hægt er að auka þátttöku í kosningum.“

 Í tilkynningu segir að árið 2014 hafi SÍS fyrst farið í átak til að auka þátttöku og beitt sér fyrir því að gerð yrði rannsókn á „kjörsókn“ fyrir sveitarstjórnarkosningar:

„Þessi rannsókn var gerð af félagsvísindastofnun og kostuð af sambandinu og innanríkisráðuneytinu. Rannsóknin leiddi í ljós að ungt fólk væri síður að skila sér á kjörstað. Frá þeim tíma hefur sambandið styrkt skuggakosningar bæði til alþingis- og sveitarstjórnarkosninga.“

Þá er nefnt að SÍS hafi einnig sent bréf og sms í þessum tilgangi (sjá neðst í fréttinni) en Reykjavíkurborg hafi ekki nýtt sér það efni:

„Reykjavíkurborg nýtti sér ekki þessi bréf Sambandsins né smáskilaboðin. Í staðinn útbjuggu fræðimenn frá Háskóla Íslands fjögur mismunandi bréf til ungra kjósenda í rannsóknarskyni. Þau skilaboð höfðu þó öll sama tilganginn sem var að hvetja fólk til að nýta kosningarétt sinn og mæta á kjörstað. Þá voru tvö bréf útbúin til erlendra ríkisborgara og kvenna 80 ára og eldri.

Reykjavíkurborg hafði einnig til hliðsjónar kynningarefni sem Samband danskra sveitarfélaga og Kaupmannahafnarborg notaði í sveitarstjórnarkosningum í Danmörku 2013 og 2017. Sveitarfélög á Norðurlöndunum hafa um árabil beitt sér í því að auka kosningaþátttöku meðal tiltekinna hópa, sem rannsóknir sýna að skila sér síður á kjörstað. Þar eins og hér var sjónum sérstaklega beint að ungum kjósendum og innflytjendum.“

Skilaboð SÍS

„Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á síðasta ári ákvað Sambandið að senda hvatningarbréf til sveitarfélaga. Þann 17. maí sl. sendi Sambandið tilbúin, stöðluð bréf til allra sveitarfélaga á landinu og hvatti þau til að senda til ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. Í bréfunum eru viðkomandi hópar minntir á að nýta kosningarétt sinn. Bréfin voru á íslensku, ensku og pólsku og er íslenska bréfið hér eftirfarandi:

„Kæri kjósandi.

Velkomin(n) á kjörskrá hjá (sveitarfélaginu).

Í tilefni af því að þetta er í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í kosningum hér í (sveitarfélaginu), langar okkur að benda þér á nokkur gagnleg atriði vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk.

 

Hvar get ég kosið?

Kjörstaður(ir) sveitarfélagsins eru:
(Kjörstaður 1, heimilisfang)      (kjörstaður 2, heimilisfang)

(Kjörstaður 3, heimilsfang)        (kjörstaður 4, heimilisfang) (o.s.frv.)

Kjörstaður(ir) eru opnir kl. xx:xx – xx:xx. Flettu þér upp í kjörskrá á upplýsingavefnum egkys.is og sjáðu hvar þú átt að kjósa. Ef þú kemst ekki til að kjósa á kjördag, geturðu greittatkvæði utan kjörfundar. Nánari upplýsingar um það eru einnig á egkys.is.

 Hvernig fara kosningarnar fram?

Þegar þú hefur gert grein fyrir þér með því að framvísa persónuskilríkjum (vegabréfi) færðu kjörseðil afhentan. Þú ferð inn í kjörklefann með kjörseðilinn og notar blýant sem þar er til að setja X við það framboð sem fær atkvæði þitt. (Þú ferð inn í kjörklefann með kjörseðilinn og notar blýant sem þar er til að skrifa nöfn þeirra sem þú vilt í sveitarstjórn). Brjóttu því næst kjörseðilinn saman og settu í kjörkassa.  Ekki gera neitt annað við kjörseðilinn vegna þess að með því gætir þú ógilt atkvæði þitt.

 Er ég örugglega á kjörskrá?

 Hefur nýlega flutt og fengið nýtt heimilisfang eða ertu erlendur ríkisborgari? Farðu á egkys.is og flettu þér upp til að sjá hvort þú ert örugglega á kjörskrá. Erlendir ríkisborgarar ávinna sér kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir búsetu hér á landi í tiltekinn árafjölda.

 Nánari upplýsingar

 Á upplýsingavefnum egkys.is er mikið af gagnlegum upplýsingum fyrir kjósendur á einum stað. Á vef sveitarfélagsins (xxxx.is) eru  upplýsingar um kjörstaði og þau framboð sem eru til sveitarstjórnar (bæjarstjórnar). Upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra í stjórnmálum sveitarfélagsins má svo nálgast á vef- og samfélagsmiðlum framboða.

 Með kveðju,

(Lógó svf.“

 Sambandið útbjó einnig smáskilaboð sem sveitarfélög gátu nýtt sér á samfélagsmiðlum. Þau voru eftirfarandi:

„Hvatning fyrir samfélagsmiðla vegna sveitarstjórnarkosninga

 

Hafðu áhrif nærsamfélagið þitt og taktu þátt í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.

Að hafa rétt til þess að kjósa er ekki sjálfsagt – virðum kosningaréttinn.

Mundu að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“