fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Líf Magneudóttir: Ekki um kosningasvindl að ræða þar sem vinstriflokkarnir juku ekki fylgið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 12:30

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd komst að því um daginn að Reykjavíkurborg hefði brotið gegn persónuverndarlögum með sms sendingum sínum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í fyrra. Þóttu skilaboðin gildishlaðin og til þess fallin að þau hefðu áhrif á kosningahegðun.

Sjá nánarEyþór Arnalds:„Áfram er sópað undir mottuna í ráðhúsinu. Stór er hrúgan“

Sjá nánar: Reykjavíkurborg framdi lögbrot þegar hún sendi ungum kjósendum sms

Ekki kosningasvindl vegna úrslitanna

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, segir í dag við Morgunblaðið að ekki hafi verið um neitt kosningasvindl að ræða, heldur samskiptabrest, því átakið hafi ekki leitt til þess að fylgi vinstriflokkanna hefði aukist í síðustu kosningum:

„Það er ekki um kosningasvindl að ræða heldur held ég að það sé frekar um samskiptabrest að ræða. Það er fráleitt að vinstriflokkarnir hafi notað þetta til að auka fylgi sitt. VG fékk 2.700 atkvæði og þetta var greinilega ekki lausnin fyrir okkur eða Samfylkinguna, sem líka missti fylgi!“

Nýstárleg kenning

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir þetta nýstárlega kenningu hjá Líf:

„Þetta er nýstárlegt kenning: VG og Samfylking juku ekki fylgi sitt, þess vegna var þetta ekki kosningasvindl. Sem betur fer skila öll svindl ekki því sem að er stefnt. Meirihluti borgarstjórnar féll í kosningunum í maí 2018. Hann hefði með réttu átt að láta af stjórn borgarinnar. Þá kom hins vegar Viðreisn sem frelsandi engill. Hún bognar ekki við uppsöfnuð hneyksli heldur bítur í skjaldarrendurnar og gerist meðvirk. Má kalla það kosningasvindl?“

Vörn Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu um málið í gær, þar sem málið er rakið frá þeirra sjónarhóli. Segir Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar að ásakanir um kosningasvindl séu meiðandi og alvarlegar.

Meðfylgjandi gögn fylgja tilkynnningu Reykjavíkurborgar:

4 bréf til ungra kjósenda. Rannsókn HÍ

80+_konur_bref_A4 ómerkt Rétt

Erl_rikisb_bref_A4 ómerkt Rétt

Vegna umfjöllunar um ákvörðun Persónuverndar

Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands í því skyni að senda ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum bréf og sms skilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að hvetja til aukinnar þátttöku í kosningum. Ákvörðun Persónuverndar liggur nú fyrir og er það mat hennar að Reykjavíkurborg, rannsakendur við HÍ sem og Þjóðskrá hafi við vinnslu umræddra persónuupplýsinga ekki gætt að ákvæðum þágildandi persónuverndarlaga við vinnslu persónuupplýsinga í málinu.

Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg. Mannréttindastjóri borgarinnar í samvinnu við persónuverndarfulltrúa og borgarlögmann eru að vinna minnisblað og nánari greiningu á ákvörðuninni. Jafnframt þarf að fara yfir málið með Háskóla Íslands, samstarfsaðila borgarinnar í málinu, þar sem ákvörðun Persónuverndar snýr einnig að honum. Í þeirri yfirferð þarf að skoða sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd borgarinnar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndunum, sem var fyrirmyndin að verkefni Reykjavíkurborgar.
Í undanförnum kosningum hafa ýmis ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg styrkt verkefni sem lúta að því að auka kosningaþátttöku. Samband íslenskra sveitarfélaga gaf til að mynda út myndband í aðdraganda kosninganna árið 2014 þar sem ungt fólk var hvatt til að kjósa.

Í kjölfar dræmrar þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 lét Innanríkisráðuneytið gera skýrslu um kosningaþátttöku. Það árið var kjörsókn í þremur stærstu sveitarfélögunum Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði rétt um 60% og hafði aldrei verið lægri. Helsti hópurinn sem var ekki að skila sér á kjörstað var ungt fólk.

Í aðdraganda Alþingiskosninga árin 2016 samþykktu Innanríkisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Sambandið íslenskra sveitarfélaga að styrkja verkefnið Skuggakosningar í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sendu jafnframt bréf á nemendur þar sem þeir voru hvattir til að taka þátt í kosningunum. Þá var vefurinn egkys.is opnaður sem er upplýsingavefsvæði fyrir unga kjósendur.

Fyrir Alþingiskosningar árið 2017 voru skuggakosningar í grunn- og framhaldsskólum landsins endurteknar, borgarráð styrkti tónleika sem fram fóru á Hlíðarenda undir myllumerkinu #égkýs þar sem fram kom fremsta tónlistarfólk landsins og vefurinn egkys.is var uppfærður.

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2018 var vefurinn egkys.is uppfærður en meðal bakhjarla hans eru mennta- og menningarmálaráðneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk Reykjavíkurborgar og Sambandsins. Þá voru skuggakosningar í grunn- og framhaldsskólum haldnar aftur.

Í febrúar árið 2018 samþykkti borgarráð einróma fimm tillögur starfshóps til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum. Tillögur númer þrjú og fjögur snúa að frumkvæðisathugun Persónuverndar á persónuupplýsingum frá þjóðskrá Íslands fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018. Tillögurnar eru sem hér segir:

Tillaga 3. Dreifing upplýsinga um borgarstjórnarkosningar 2018 og vefsíðu sbr. tillögu 2 Kynningarherferð verði hönnuð fyrir borgarstjórnarkosningar 2018 í samstarfi við auglýsingastofu þar sem áhersla verði lögð á að kynna þær upplýsingar sem rætt er um í tillögu 1, meðal annars með því að vísa í vefsíðuna sem um er rætt í tillögu 2. Mikilvægt er að tónninn í herferðinni sýni þeim hópum sem ná skal til virðingu og tali ekki niður til þeirra.  Sendur verði persónulegur bréfpóstur frá Reykjavíkurborg til allra Reykvíkinga sem hafa kosningarétt í fyrsta sinn í borgarstjórnarkosningum vorið 2018 (bæði ungs fólks og innflytjenda) og til kvenna eldri en 80 ára. Auk þess verði sent dreifibréf á þær götur sem síst kusu í borgarstjórnarkosningum 2014 (innsk. við nánari skoðun var það þó ekki gert). Tölvupóstur verði sendur á viðeigandi póstlista bæði innan Reykjavíkurborgar og þá lista sem hægt er að nálgast gegnum hagsmunasamtök.

Lagt er til að upplýsingadeild verði falið að kostnaðarmeta og útfæra ofangreindar hugmyndir í samráði við starfshóp um aukna kosningaþátttöku.

 Ábyrgðaraðili á þeirri tillögu var upplýsingadeild borgarinnar.

 Tillaga 4. Samstarf við Háskóla Íslands um gerð kynningarefnis og rannsókn á virkni þess. Farið verði í samstarf við Háskóla Íslands um hönnun á inngripum/aðgerðum til að auka kosningaþátttöku ákveðinna hópa og rannsókn á virkni þeirra í kjölfarið til að byggja upp þekkingu til framtíðar á því hvernig best sé að ná til umræddra hópa.

Ábyrgðaraðili þeirrar tillögu var Mannréttindaskrifstofa.

Tillögurnar og verkefnin voru í framhaldi lögð fyrir fyrir fulltrúa í öldungaráði, fjölmenningarráði, mannréttindaráði, stjórnkerfis og lýðræðisráði og borgarráði.

Í marsmánuði 2018 hóf mannréttindaskrifstofa í samvinnu við upplýsingadeild  undirbúning að framkvæmd þessara tveggja tillagna. Í apríl funda fulltrúar beggja skrifstofa með fulltrúum Sambandsins sem sýndu verkefninu áhuga. Þótt Sambandið hafi sýnt vilja til þátttöku í verkefninu, reyndist of lítill tími fyrir þau að verða hluti af verkefninu enda skammur tími til kosninga.

Unnið var að tillögu merkt fjögur í samvinnu við rannsakendur Háskólans. Rannsakendurnir unnu í samvinnu við starfsfólk mannréttindaskrifstofu og upplýsingadeildar texta í bréf til ungra kjósenda og var sá texti unninn með það að leiðarljósi að rannsaka hvers konar skilaboð skiluðu sér í aukinni kosningaþátttöku. Texti smáskilaboða  var unnin af fulltrúum Háskóla Íslands. Texti í bréf til kvenna 80 ára og eldri var unninn í samvinnu við formann öldungaráðs og bréf til innflytjenda í samvinnu við starfsmenn mannréttindaskrifstofu og upplýsingadeildar.

Eftirfarandi texti var sendur til ungra kjósenda í smáskilaboðum:

Í DAG ERU KOSNINGAR

Þú hefur kosningarétt og þinn kjörstaður er <kjörstaður> (sjá kort á http://rvk.is/kosningar).
Það er auðvelt að kjósa, en mundu eftir skilríkjum!

Sent af Reykjavíkurborg“

Erindi var sent til Persónuverndar þann 3. maí 2018 þar sem óskað var eftir heimild Persónuverndar til að senda smáskilaboð á kjósendur sem kusu í fyrsta sinn

samkvæmt ábendingu póst- og fjarskiptastofnunar. Svar barst við erindinu þann 14. maí. Var það mat Persónuverndar að vinnsla Háskólans á smáskilaboðum uppfyllti meginreglur þágildandi 7. gr. laga nr. 77/2000 um gæði gagna og vinnslu.

Var það mat þeirra sem að verkefninu komu að ekki væri nauðsynlegt að senda erindi til Persónuverndar vegna útsendinga á bréfum þar sem Vísindasiðanefnd Háskólans hafði þegar samþykkt rannsókn Háskólans og Þjóðskrá hafði samþykkt að veita aðgang að listum um þá hópa sem senda átti bréf.

Fulltrúar mannréttindaskrifstofu og Háskóla Íslands höfðu átt fundi með fulltrúum Hagstofu og átt samtöl við starfsmenn Þjóðskrár vegna verkefnisins og farið yfir framkvæmd þess.

Í samtali við starfsmann Persónuverndar þann 14. maí hafði mannréttindastjóri frumkvæði að því upplýsa starfsmann Persónuverndar að samhliða smáskilaboðunum myndu verða send mismunandi bréf til ungra kjósenda og væri það hluti af rannsókn Háskóla Íslands, til að taka af allan vafa um lögmæti verkefnisins. Þann sama dag óskaði Persónuvernd eftir því að fá afrit allra bréfa sem send yrðu á unga kjósendur. Umbeðnar upplýsingar voru sendar 17. maí til Persónuverndar af hálfu Reykjavíkurborgar, þ.e. bréf til ungra kjósenda og önnur gögn sem snéru að rannsókninni.

Þann 18. maí barst erindi frá Persónuvernd þar sem m.a. kom fram að engin gögn hefðu borist vegna bréfa til innflytjenda og eldri kvenna.

Þann 19. maí voru bréfin send til Persónuverndar og bent á að vegna mistaka hefðu þau bréf ekki verið send Persónuvernd þar sem þau hefðu ekki verið hluti af rannsókn Háskóla Íslands.

Þegar Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun sína í júní s.l. var það samdóma álit mannréttindaskrifstofu og Háskólans að rannsóknin yrði ekki framkvæmd fyrr en álit Persónuverndar lægi fyrir. Nú liggur fyrir að ekki verður unnið frekar að rannsókninni.

Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en segir hana þó koma á óvart í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Hún segir mikilvægt að bregðast við henni með faglegum hætti. „Verkefnið  var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar  og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna.

Anna segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem komið hafa fram í tengslum við umræðu um ákvörðun Persónuverndar séu alvarlegar og meiðandi.

Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar var skipaður 15. júlí á síðasta ári samkvæmt því sem kveðið er á um í nýjum persónuverndarlögum nr. 90/2018. Eitt af hans hlutverkum er að vera stjórnendum og starfsfólki Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um verkefni sem varða vinnslu persónuupplýsinga. Öryggi vinnslu persónuupplýsinga er í forgangi af hálfu Reykjavíkurborgar og hefur sveitarfélagið það að leiðarljósi að tryggja lögmæta meðferð þeirra í hvívetna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt