fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Rússar að gefa eftir Síberíuleiðina: Íslensku flugfélögin geta senn boðið beint flug til Austurlanda fjær

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 09:18

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að íslensk flugfélög hefji viðræður um beint flug til Austurlanda fjær, til landa á borð við Kína, Japan og Suður – Kóreu. Rússar hafa nú fallið frá skilyrði sínu um að íslensku flugfélögin verði með beint flug til áfangastaða í Rússlandi áður en þeir fljúgi til Austurlanda fjær og virðast þannig ætla að opna á viðræður um að hleypa íslenskum flugfélögum í gegnum lofthelgi sína yfir Síberíu.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Eyjunnar um stöðu viðræðna milli ríkjanna, en greint var frá því á mánudag á vef Túrista að íslensk flugfélög hefðu ekki leyfi Rússlands til þess að fljúga yfir Síberíu, á leið sinni til Austurlanda fjær og að viðræður hefðu legið niðri frá því um haustið 2017.

Rússar hefðu sett það skilyrði fyrir opnun Síberíuleiðarinnar, að fyrst yrði boðið upp á beint áætlunarflug til Rússlands, en íslensk félög hafa ekki boðið upp á beint flug til Rússlands síðan 2014.

Sjá nánarRússar banna íslenskum flugfélögum að fljúga yfir Síberíu 

Samkomulagi náð í síðustu viku

Í svari utanríkisráðuneytisins kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi náð samkomulagi við Rússa á fundi í síðustu viku um tvíhliða viðskipti landanna, þar sem Rússar hafi fallið frá áðurnefndu skilyrði:

„Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rússnesk stjórnvöld um skilmála fyrir yfirflug íslenskra flugvéla yfir Síberíu. Á fundi með rússneskum stjórnvöldum í Moskvu í síðustu viku um tvíhliða viðskipti landanna kom fram að rússnesk stjórnvöld geri ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem ætla að nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt upp beinu áætlunarflugi til áfangastaðar í Rússlandi.“

Í dag takmarkast flugsamgöngur milli Íslands og Rússlands við sumarflug S7, rússnesks félags sem flaug einu í viku hingað til lands í sumar, en ætlar að fjölga í tvær ferðir á viku næsta sumar.

Íslenskum flugfélögum er heimilt að fljúga til Rússlands, að hámarki sjö sinnum í viku, en engar slíkar ferðir hafa verið í boði eftir að Icelandair hætti flugi sínu til St. Pétursborgar árið 2014.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen
Eyjan
Í gær

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Eyjan
Í gær

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“
Eyjan
Í gær

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áminning á áminningu ofan

Áminning á áminningu ofan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“