fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Jóhönnu blöskrar fjölgun aðstoðarmanna þingflokka: „Geta þannig komið fleiri flokksmönnum sínum á jötuna“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil samstaða ríkir meðal þingflokka Alþingis um að fjölga aðstoðarmönnum sínum um 17 manns með tilheyrandi kostnaði. Er þetta sagt efla Alþingi. Líkt og Eyjan greindi frá í dag er kostnaðurinn sá sami og sú upphæð sem SÁÁ þarfnast til að taka fleiri inn í meðferð, vegna langra biðlista.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er ekki par sátt við þetta uppátæki og segir að verið sé að koma flokksmönnum „á jötuna“:

„Aðstoðarmönnum ráðherra fjölgaði á þessu ári í 22 og kostaði sú viðbót ríkissjóð 153 milljónir. Nú á að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um 17 sem kostar yfir 200 milljónir króna. Enginn þingflokkur á Alþingi virðist vera á móti þessu. Allir sammála. Samtryggingin algjör. Þingflokkarnir geta þannig komið fleiri flokksmönnum sínum á jötuna, því ráðningamálin verða væntanlega í höndum hvers þingflokks fyrir sig. Þetta er ótækt.“

Jóhanna vill frekar sjá peningum varið í fjölgun sérfræðinga á nefndarsviði:

„Ef þingmenn vantar aðstoð við lagasmíð og önnur þingmál þá er einfaldasta leiðin að Alþingi fjölgi sérfræðingum á nefndasviði að undangenginni þarfagreiningu. Þannig yrði ráðningum hagað í samræmi við þörf á hverju málefnasviði fyrir sig og kynjasjónarmiða gætt í stað geðþótta þingflokkanna.“

Sem stendur eru 22 starfandi aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Hámarkið er 25. Aðstoðarmenn hafa aldrei verið fleiri starfandi, en samkvæmt lögum um Stjórnarráðið frá 2011 hafa ráðherrar heimild til að ráða til sín tvo aðstoðarmenn, án auglýsingar. Þá er sérstök heimild til þess að ríkisstjórnin ráði inn þrjá aðstoðarmenn til viðbótar. Kostnaðurinn við þessa 22 aðstoðarmenn er áætlaður 427 milljónir fyrir árið 2018, eða sem nemur einum bragga í Nauthólsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina