fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ætla að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um 17 – Kostnaðurinn rúmar 120 milljónir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 04:49

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstaða er meðal flokka á þingi um að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um 17. Kostnaður við þetta er rúmar 120 milljónir en þetta fé rennur til aukinnar aðstoðar við þingflokka og þingmenn. Þingflokksformenn ætla að funda um málið í dag og reyna að ljúka afgreiðslu þess en enn hefur ekki náðst samkomulag um hvernig aðstoðarmönnunum verður deilt niður á þingflokkana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt þeim tillögu sem liggja fyrir sé gert ráð fyrir að þingstyrkur flokkanna ráði því hversu margar aðstoðarmenn þeir fá og að auki eigi hver flokkur að fá ritara. Þingflokkarnir geta síðan áfram ráðið sér ritara á eigin kostnað.

Forsætisnefnd þingsins samþykkti þessa fjölgun í sumar en markmiðið með henni er að efla Alþingi. Stefnt er að því að fjölga aðstoðarmönnunum í áföngum þannig að hluti þeirra taki til starfa um áramótin og síðan í tveimur áföngum í ársbyrjun 2020 og 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins