fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Ragnar Þór er fokreiður: Fólk hefur grátið fyrir framan mig – Sölvi fær skammarverðlaun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef talað við þetta fólk. Það hefur grátið fyrir framan mig,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í harðorðum pistli á Facebook-síðu sinni. Þar beinir hann spjótum sínum að Sölva Blöndal, efnahagsráðgjafa GAMMA, sem hefur varað við svokölluðu leiguþaki.

„Leiguþak eða takmarkanir á því hvað hagnaðardrifin leigufélög geta hækkað leigu er til staðar í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við og er mun algengara heldur en hitt. Af hverju er þetta ómögulegt á Íslandi,“ spyr Ragnar.

Markmiðið að verja fólk frá fyrirtækjum sem vilja græða

Ragnar segir í grein sinni að leiguþak og aðrar takmarkanir séu mjög mismunandi eftir löndum. Þær geti einnig verið mismunandi milli bæjarfélaga og borga innan sama lands, en þrátt fyrir það sé markmiðið alltaf það sama; tryggja stöðugleika með búsetu- og framfærsluöryggi þeirra sem eru á leigumarkaði. Eða eins og Ragnar orðar það beint: „Að verja fólk frá fyrirtækjum og fjárfestingasjóðum eins og Almenna leigufélaginu og Gamma. Þar sem eignarhald er falið og skammtíma gróðasjónarmið sett ofar neikvæðum langtíma áhrifum á samfélög.“

Sölvi varaði við skorti á leigumarkaði

Sölvi Blöndal skrifaði grein í Markaðinn í síðustu viku þar sem hann varaði við hugmyndum um leiguþak. Áður hafði Ásmundur Einar Daðason, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagt að ráðuneytið væri með málið til skoðunar og virtist ekki útiloka einhverskonar útfærslu um leiguþak.

Sölvi sagði í grein sinni að afleiðingin gæti orðið sú að skortur yrði á fasteignum á leigumarkaði.

„Leiguþak myndi leiða til þess að sumir íbúðareigendur myndu selja íbúðir frekar en að leigja þær og fjárfestar myndu hætta við að fjárfesta í íbúðarhúsnæði til útleigu. Draga myndi úr nýframkvæmdum á íbúðarhúsnæði. „Leiguþak“ myndi þannig auka skort á leiguhúsnæði á sama tíma og húsnæðisskortur er í sögulegu hámarki,“ sagði Sölvi í grein sinni.

Veitir Sölva skammarverðlaun

Ragnar segir að erlendis séu ólíkar og margbreytilegar leikreglur á leigumarkaði. „En eiga það sameiginlegt að leigusala er óheimilt að hækka leiguverð nema hafa fyrir því góð og gild rök. Góð og gild rök eru ef aukið sannanlegt viðhald er á viðkomandi eign, aðrar breytingar sem auka gæði hennar og verðbólga. Fákeppni eða mikil eftirspurn falla þar ekki undir og bannar því að hækka megi leigu einhliða vegna markaðsaðstæðna. Einnig er langtíma búseta tryggð ef leigjandi stendur í skilum.“

Bendir Ragnar á að í sumum stórborgum Evrópu hafi verið settar takmarkanir eða tímabundið bann á Airbnb til að mæta bráðum húsnæðisvanda. Ragnar beinir svo orðum sínum til Sölva og segir hann eiga skilið að fá skammarverðlaun.

„Ekki veit ég hvort Sölvi hafi tilkynnt þeim fjölskyldum persónulega þegar Almenna leigufélagið hirti það litla sem eftir var af ráðstöfunartekjum þeirra á einu bretti með 12 mánaða millibili. Bara af því þeir gátu það. Það voru engir aðrir kostir fyrir fólkið aðrir en að lenda á götunni. Fjölskyldur sem þurftu að breyta plönum, finna eitthvað annað í öðru hverfi, eða tapa því litla sem eftir var, til að brauðfæða sig og sína, með einu bréfi frá Almenna/Gamma,“ segir Ragnar sem bætir við að hann hafi talað við þetta fólk. Það hafi grátið fyrir framan hann. Hann segist hafa tölvupóstana í hundraða vís, sem undirritaðir voru af sama starfsmanninum þess efnis að nú væri samningurinn útrunninn. Hægt væri að bjóða viðkomandi nýjan tólf mánaða samning en þá með 30, 40 eða 50 þúsund króna hækkun á mánuði.

„Kannski eru þetta bara eins og hverjar aðrar kennitölur í Excel-skjalinu þínu en fyrir okkur eru þetta fólk. Félagsmenn okkar, bræður og systur sem þið hafi fest undir gróðahæl ykkar. Ykkur er nákvæmlega sama um skelfilegan langvarandi, félagslegan og samfélagslegan skaða sem hlýst af gjörðum ykkar.“

Ragnar segir að áhyggjur þeirra snúist fyrst og fremst að því að lögum verði komið „yfir það ofbeldi“ sem stundað er.

„Eða ertu að segja að þið finnið bara aðrar leiðir að sama markmiðinu? Félag viðskipta- og hagfræðinga verðlaunaði þig sem hagfræðing ársins 2017. Ég veiti þér hér með skammarverðlaun verkalýðshreyfingarinnar og hvet þig um leið að taka nokkra kúrsa í samfélags- og siðfræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina