fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hildur segir OR velta rekstrarvandræðum á borgarbúa: „Fyrirtækið uppfyllti ekki þau arðgreiðsluskilyrði sem eigendastefna setur“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 14:18

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki sagt sitt síðasta varðandi fjármál Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi lántöku OR til þess að geta greitt út arð, sem OR svaraði með tilkynningu í dag. Þá tjáði Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, sig einnig um málið og sagði Hildi vera með einbeittan vilja til útúrsnúnings í málinu.

Sjá einnig: Orkuveitan tók lán og greiddi síðan út arð

Sjá einnigStjórnarformaður OR réttlætir lántöku til arðgreiðslu:„Kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði“

 

Önnur fyrirtæki búa ekki við sama munað

Nú segir Hildur að mikilvægt sé að halda málum til haga, sem „einhverjir“ hafi haganlega „skautað framhjá“:

„Í kjölfar hrunsins fór Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Fyrirtæki í einokunarstöðu hækkaði gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Venjuleg fyrirtæki búa ekki við sama munað,“

segir Hildur og nefnir að WOW air hafi ekki getað einhliða tvöfaldað fargjaldaverð til að bæta lausafjárstöðu sína.

Stjórnarformaðurinn á hálum ís

Hildur segir Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformann OR, á hálum ís:

„Það er eftirtektarvert þegar óháðir stjórnarmenn OR bera í bætifláka fyrir þá ákvörðun hluthafa um greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Þar er stjórnarmaðurinn kominn lóðbeint á hálan pólitískan ís. Því skal svo til haga haldið að umræðan snýr að arðgreiðslum fyrir árið 2016. Ársreikningur þess rekstrarárs sýnir glöggt að fyrirtækið uppfyllti ekki þau arðgreiðsluskilyrði sem eigendastefna setur. Arðgreiðslan fór samt sem áður fram. Fjármögnuð með rándýru lánsfé. Það væri ekki ráðlegt ef öll heimili landsins greiddu sér jólabónus með yfirdrætti.“

Borgarbúar borgi brúsann

„Borgarstjóri innheimtir nú þegar hæsta lögleyfða útsvar, hefur skuldsett borgina upp í rjáfur, innheimtir fasteignagjöld sem valda smærri fyrirtækjum verulegum vandræðum og eyðir því sem aflögu er í gæluverkefni. Afrakstur þessara sömu gæluverkefna er svo færður einkaaðilum undir markaðsverði. Samhliða setur hann arðgreiðslukröfur á Orkuveituna – og skuldsetur svo fyrirtækið fyrir ævintýrinu. Allt á kostnað borgarbúa. Ég tel rétt að Reykjavíkurborg hverfi frá áformum um himinháar arðgreiðslur. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“