Eyjan

Orkuveitan tók lán og greiddi síðan út arð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 06:00

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur tók þriggja milljarða króna lán í árslok 2016 og gat í framhaldi af því greitt út arð til eigenda sinna en arðgreiðslan var 750 milljónir. Á þessu ári hyggst Orkuveitan greiða 1.250 milljónir í arð. Lántaka varð til þess að veltuhlutfjárhlutfall fyrirtækisins hækkaði og þannig var skilyrðum fyrir arðgreiðslum fullnægt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmanni í Orkuveitunni, að það sé alvarlegt mál að dýr lán séu tekin til þess að hægt sé að greiða arð.

„Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð.“

Er haft eftir Hildi en Reykjavíkurborg á 94 prósenta hlut í Orkuveitunni. Hún segir jafnframt að lánið hafi verið greitt út 30. desember 2016 og sé á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem standa Orkuveitunni til boða.

Blaðið hefur eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum eigi veltufjárhlutfall Orkuveitunnar, sem og sveitarfélaga, að vera yfir 1,0. Lánið hafi verið einn þáttur í að uppfylla þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Leiðbeiningar um pappírstígrisdýr og byltingu en kynlífskaflarnir eru eftirminnilegastir

Leiðbeiningar um pappírstígrisdýr og byltingu en kynlífskaflarnir eru eftirminnilegastir
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland er reið: „Lítilsvirðingin er algjör – Burt með þjóðarskömmina“

Inga Sæland er reið: „Lítilsvirðingin er algjör – Burt með þjóðarskömmina“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum