fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Bergþór segir Páli að gera eitthvað í málunum ef hann hefur áhyggjur af fjölgun öryrkja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig væri að gera meira heldur en að vekja athygli á þessari þróun? Hvernig væri að leggja til aðgerðir – raunverulegar aðgerðir – til að stemma stigum við þessari þróun? Og nei, upptaka starfsgetumats er ekki raunveruleg aðgerð til að vinna gegn þessari þróun,“ skrifar Bergþór H. Þórðarson í opnu bréfi til Páls Magnússonar alþingismanns. Tilefnið er frétt Eyjunnar frá því um helgina þar sem greint frá frá þungum áhyggjum Páls yfir mikilli fjölgun öryrkja hér á landi undanfarin ár, sérstaklega í yngri aldurshópum.

Fréttin byggði á grein sem Páll skrifaði í Viðskiptablaðið í síðustu viku. Þar segir:

„Það er ískyggileg staðreynd að árið 2016 gerðist það í fyrsta sinn að nýgengi örorku á Íslandi var meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Með öðrum orðum: það voru fleiri „nýir“ einstaklingar metnir með 75% örorku það ár en komu nýir inn á vinnumarkaðinn; innflytjendur ekki meðtaldir.“

Páll bendir á að mestu ráði um þessa fjölgun aukinn geðrænn vandi meðal ungra karlmanna. Hann spyr hvort íslensk ungmenni séu veilli á geði en á hinum Norðurlöndunum:

„Og það sem er kannski enn ískyggilegra er að þessi fjölgun öryrkja er fyrst og fremst meðal ungs fólks. Um 30% allra öryrkja á Íslandi eru innan við fertugt, sem er tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Og stærsti einstaki hópurinn sem kemur nýr inn í 75% örorku eru ungir karlmenn – á aldrinum 20 til 30 ára – vegna geðraskana.

Komdu með raunverulegar aðgerðir, Páll

Bergþór er sjálfur öryrki en hann er virkur í starfi Pírata. Bergþór bendir Páli á nokkrar áþreifanlegar aðgerðir sem hægt væri að grípa til í þessum málaflokki. Eitt er aukið aðgengi að þjónustu sálfræðinga:

„Þú gætir t.d. lagt til við heilbrigðisráðherra, eða jafnvel bara Alþingi beint, að samið verði við sjálfstætt starfandi sálfræðinga þannig að þjónusta þeirra verði niðurgreidd eins og önnur heilbrigðisþjónusta.“

Öryrkjar dæmdir úr leik fyrir að vega þungir snemma á morgnana

Bergþór bendir einnig á að einstaklingar sem eiga erfitt með að vakna snemma á morgnana séu stimplaðir úr leik í endurhæfingarkerfinu:

„Þú gætir beitt þér fyrir því að Virk – Starfsendurhæfingarsjóður bjóði fólki með geðraskanir upp á endurhæfingarúrræði eftir hádegi í stað þess að meta einstaklinga sem eiga erfitt uppdráttar á morgnana sem óendurhæfanlega. Eitthvað sem eru mörg dæmi um.“

Bergþór bendir á ýmis fleiri ráða og gerir auk þess nokkrar athugasemdir við ályktanir Páls af þróun þessara mála. Bréfið í heild er svohljóðandi:

„Sæll, Páll Magnússon

Hvernig væri að gera meira heldur en að vekja athygli á þessari þróun? Hvernig væri að leggja til aðgerðir, _raunverulegar_ aðgerðir til að stemma stigum við þessari þróun? Og nei, upptaka starfsgetumats er ekki raunveruleg aðgerð til að vinna gegn þessari þróun.

Þú gætir t.d. lagt til við heilbrigðisráðherra, eða jafnvel bara Alþingi beint, að samið verði við sjálfstætt starfandi sálfræðinga þannig að þjónusta þeirra verði niðurgreidd eins og önnur heilbrigðisþjónusta.
Þú gætir beitt þér fyrir því að Virk – Starfsendurhæfingarsjóður bjóði fólk með geðraskanir upp á endurhæfingarúrræði eftir hádegi í stað þess að meta einstaklinga sem eiga erfitt uppdráttar á morgnanna sem óendurhæfanlega. Eitthvað sem eru mörg dæmi um.


Þú gætir beitt þér fyrir því að sveitarfélög byðu upp á betri og meiri virkniúrræði sem væru meira við hæfi fyrir þennan hóp fólks. Það er jú þekkt að nákvæmlega þessi hópur byrjar iðulega á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna áður en það fer í ferli við örorkumat. Þú gætir að sama meiði beitt þér fyrir að sveitarfélögin myndu hækka þá fjárhagsaðstoð sem og að þau myndu draga úr skerðingum á sinni aðstoð.

Fátækt veldur einangrun, framtaksleysi, og þunglyndi.

Svo gætirðu kannski líka tekið fram að þegar þú lýsir þessum áhyggjum þínum af fjölgun öryrkja og notar 2016 sem viðmið að það ár var sett mikil pressa á TR um hraða málsmeðferð. Afleiðingin af því var að nýgengi örorku rauk upp úr öllu valdi það ár því ekki gafst tími til að meta hvort það væri ekki meira við hæfi að fólk byrjaði á endurhæfingarlífeyri. Nýgengið féll svo aftur niður árið eftir. Árið 2016 er því mjög slæmt viðmið um fjölgun öryrkja.

 

Þá gætirðu líka tekið fram að þó fjölgun ungra öryrkja sé ógnvænleg þá er hrein fjölgun öryrkja í elstu tveimur aldurshópunum langmest. Allavega í fjölda einstaklinga ef ekki í hlutfalli. Af hverju skyldi það vera? Kannski af því vinnumarkaðurinn hjá okkur er ómannúðlegur, sérstaklega gagnvart láglauna- og líkamlegum störfum og því eru margir einfaldlega búnir á líkama og sál upp úr sextugu.

Hvað svo sem þú gerir, endilega haltu áfram að halda þessu á lofti en ekki bara tala um að eitthvað verði að gera heldur reyndu að framkvæma eitthvað og gerðu það í samráði við þá sem um ræðir, öryrkja.

Ekkert um okkur án okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar