fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fleiri verða öryrkjar en þeir sem fara á vinnumarkaðinn – „Þetta er grafalvarleg þróun,“ segir Páll Magnússon

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ískyggileg staðreynd að árið 2016 gerðist það í fyrsta sinn að nýgengi örorku á Íslandi var meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Með öðrum orðum: það voru fleiri „nýir“ einstaklingar metnir með 75% örorku það ár en komu nýir inn á vinnumarkaðinn; innflytjendur ekki meðtaldir,“ skrifar Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í vikunni.

Páll bendir jafnframt á að mesta fjölgun öryrkja sé í hópi ungs fólks. Hann spyr hvort íslensk ungmenni séu veilli á geði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum:

„Og það sem er kannski enn ískyggilegra er að þessi fjölgun öryrkja er fyrst og fremst meðal ungs fólks. Um 30% allra öryrkja á Íslandi eru innan við fertugt, sem er tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Og stærsti einstaki hópurinn sem kemur nýr inn í 75% örorku eru ungir karlmenn – á aldrinum 20 til 30 ára – vegna geðraskana.

Þetta er grafalvarleg þróun. Alvarlegust auðvitað fyrir einstaklingana sem eiga í hlut – en líka áhyggjuefni fyrir atvinnulífið á Íslandi sem er þá ekki lengur sjálfbært að þessu leyti. Það sem sagt fækkar vinnandi höndum á Íslandi – að frátöldum innflytjendum – þótt þjóðinni fjölgi.

En hvað er hægt að gera í þessu? Er líklegt að íslensk ungmenni séu raunverulega svona miklu veilli á geði en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum eða hefur þetta eitthvað með kerfið sjálft að gera?“

 Páll segir mikilvægt að atvinnulífið komi til móts við ungmenni sem lenda á örorku og komast ekki á vinnumarkaðinn:

„Og það sem er kannski enn ískyggilegra er að þessi fjölgun öryrkja er fyrst og fremst meðal ungs fólks. Um 30% allra öryrkja á Íslandi eru innan við fertugt, sem er tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Og stærsti einstaki hópurinn sem kemur nýr inn í 75% örorku eru ungir karlmenn – á aldrinum 20 til 30 ára – vegna geðraskana.

Þetta er grafalvarleg þróun. Alvarlegust auðvitað fyrir einstaklingana sem eiga í hlut – en líka áhyggjuefni fyrir atvinnulífið á Íslandi sem er þá ekki lengur sjálfbært að þessu leyti. Það sem sagt fækkar vinnandi höndum á Íslandi – að frátöldum innflytjendum – þótt þjóðinni fjölgi.

En hvað er hægt að gera í þessu? Er líklegt að íslensk ungmenni séu raunverulega svona miklu veilli á geði en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum eða hefur þetta eitthvað með kerfið sjálft að gera?“

Páll hefur áður fjallað um þetta málefni og segist ætla að halda áfram að vekja athygli á þessu málefni þar til tekist verður á við það með aðgerðum. Í FB-færslu þar sem Páll deilir greininni skrifar hann:

„Þið farið kannski að að halda að þetta sé þráhyggja hjá mér – en í grein í Viðskiptablaðinu er ég enn að fjalla um hvernig ungt fólk flykkist nú í stórum hópum inn í fulla örorku. Einkum ungir karlmenn, á aldrinum 20 til 30 ára, vegna geðraskana. Þetta getur ekki gengið svona og ég mun halda áfram að vekja athygli á þessu – á Alþingi og í fjölmiðlum – þangað til eitthvað verður gert!“

 

Grein Páls má lesa í heild hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“