fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Foreldraráð tekur undir álit umboðsmanns barna – Ekki ber að aðskilja börn í matarhléum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag birti DV frétt um nemanda við Áslandsskóla sem fær ekki að sitja með vinum sínum í matarhléum í matsal skólans.

Ástæðuna má rekja til þess að í Áslandsskóla fá nemendur sem eru ekki í mataráskrift ekki að borða nestið sitt í matsalnum. Er þeim gert að borða nestið sitt á annarri hæð skólans, aðskildum frá þeim sem eru í mataráskrift.

Í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær sendi frá sér fyrr í dag kemur fram að skólastjóri Áslandsskóla vinnu að því í samráði við  skólaráð skólans, sem skipað er nemendum, foreldrum og starfsmönnum, að endurmeta núverandi fyrirkomulag í mötuneyti nemenda og koma með tillögur að breytingum.

Fræðsluráð leggur áherslu á og að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum frá og með nýju skólaári með það fyrir augum að tryggja öryggi, svigrúm til samveru og tækifæri til félagslegar samskipta og tengslamyndunar í matarhléum sem og öðrum stundum innan skóladagsins.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Vegna umræðu um mötuneyti í Áslandsskóla

Á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs, þann 26. júní 2018, var tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna varðandi mötuneyti Áslandsskóla og það fyrirkomulag að nemendur í mataráskrift matist í öðru rými en nemendur sem koma með nesti að heiman. Fræðslustjóra Hafnarfjarðarbæjar var á fundinum falið að fylgja bréfinu eftir sbr. bókun. Afrit af bréfi var birt með bókun fundar.

  1. 1806177 – Umboðsmaður barna, erindi

Erindi umboðsmanns barna um aðstöðu nemenda Áslandsskóla í matsal grunnskólans.

Fræðslustjóra falið að fylgja erindi umboðsmanns barna eftir. Fræðsluráð leggur áherslu á og að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum frá og með nýju skólaári með það fyrir augum að tryggja öryggi, svigrúm til samveru og tækifæri til félagslegar samskipta og tengslamyndunar í matarhléum sem og öðrum stundum innan skóladagsins.

Bréf umboðsmanns barna barst til Hafnarfjarðarbæjar í upphafi á sumarfríi hjá grunnskólum Hafnarfjarðar. Rétt er að taka fram að í bréfinu frá Umboðsmanni barna er ekki óskað eftir formlegu svari við erindinu og fer erindið því líkt og önnur erindi í eðlilegan farveg innanhúss. Bréfið var tekið fyrir á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs í lok júní og því fylgt eftir af fræðslustjóra í ágúst að afloknu sumarfríi. Umboðsmaður barna og fræðslustjóri hafa á tímabilinu hist á fundi og átt símtöl þar sem málið var m.a. rætt og skilningurinn sá að allir hlutaðeigandi væri meðvitaðir um stöðu mála. Þróunarfulltrúi grunnskóla hefur einnig átt í samskiptum við Umboðsmann barna og fleiri starfsmenn embættisins vegna málsins. Á næstu dögum mun nýtt skólaráð fyrir Áslandsskóla vera skipað en skipað er í skólaráð í upphafi hvers skólaárs. Skipun hefur dregist þetta árið vegna ytri úttektar á starfsemi skólans. Skólastjóri Áslandsskóla vinnur að því í samráði við skólaráð skólans, sem skipað er nemendum, foreldrum og starfsmönnum, að endurmeta núverandi fyrirkomulag í mötuneyti nemenda og koma með tillögur að breytingum. Um leið og ákvörðun skólaráðs liggur fyrir verður erindi Umboðsmanns barna formlega afgreitt í fræðsluráði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki