fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmenni sem stundar nám við Áslandsskóla fær ekki að sitja með vinum sínum í matarhléum í matsal skólans. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns barna. RÚV greindi fyrst frá. Ástæðuna má rekja til þess að í Áslandsskóla fá nemendur sem eru ekki í mataráskrift ekki að borða nestið sitt í matsalnum. Er þeim gert að borða nestið sitt á annarri hæð skólans, aðskildum frá þeim sem eru í mataráskrift.

Á vef RÚV segir að engin viðbrögð hafi borist vegna athugasemd umboðsmanns sem segir:

Þá er það jafnframt sérstaklega áréttað í aðalnámskrá að skólar þurfi að leggja áherslu á „uppeldis- og félagslegt gildi máltíða“.

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, fræðslustjóri Hafnarfjarðar, segir að málið verði tekið fyrir á fræðslufundi í næstu viku.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur átt samskipti vegna málsins við skólastjóra Áslandsskóla, skólaskrifstofu Hafnarfjarðarbæjar og fráfarandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar sem gerðar voru athugasemdir við framangreint fyrirkomulag. Í bréfinu segir:

 „Í 2. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013, kemur fram sú meginregla að tryggja skuli öllum börnum þau réttindi sem samningurinn kveður á um, án mismununar af nokkru tagi og án tillits til trúarbragða, skoðana, uppruna, félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar eða annarra aðstæðna barns eða foreldris þess. Þá er það önnur meginregla Barnasáttmálans að það sem er barni fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar opinberir aðilar gera ráðstafanir sem varða börn, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans.“

Þá segir að einnig þurfi að gera ráð fyrir því að ýmsar ástæður geti legið að baki að barn sé ekki í mataráskrift í skóla, svo sem vegna trúar- eða lífsskoðana. Eins geta þar legið að baki heilsufarsástæður eins og mataróþol eða matarofnæmi og þá eru dæmi um að fjárhagsstaða foreldra komi í veg fyrir að nemendur geti verið í mataráskrift.

Að mati umboðsmanns barna felst bein mismunun í ráðstöfun þar sem nemendum er gert að sitja í mismunandi rýmum skóla í matarhléi eftir því hvort þeir eru í mataráskrift eða ekki. Samkvæmt upplýsingum umboðsmanns barna er þetta fyrirkomulag eingöngu við lýði í Áslandsskóla en ekki öðrum grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Þá segir einnig í bréfi umboðsmanns:

„Í 2. gr. grunnskólalaga. nr. 91/2008, segir að hlutverk grunnskóla sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þá segir í sömu grein að starfshættir grunnskóla skulu mótast af m.a. umburðarlyndi, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.

Þá segir jafnframt í 3. mgr. 24. gr. grunnskólalaga að starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna m.a. uppruna, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.“

„Telur umboðsmaður að stjórnendum grunnskóla hér á landi beri að skipuleggja matarhlé þannig að öllum nemendum skólans sé tryggður tími og svigrúm til að nærast og jafnframt veitt nauðsynleg tækifæri til félagslegra samskipta og tengslamyndunar.“

Skorar Salvör á stjórnendur að bregðast skjótt við og tryggja öllum nemendum þann rétt til samverustunda í matarhléum sem leiðir af ákvæðum aðalnámsskrár, grunnskólalaga og Barnasáttmálans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus