fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Heildarkostnaður Þingvallafundarins tæpar 87 milljónir króna – Átti að kosta 45 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 13:40

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard í Kaupmannahöfn í apríl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarkostnaður Alþingis vegna Þingvallarfundarins þann 18. júní síðastliðinn hefur verið birtur sundurliðaður á vefsíðu Alþingis. Stærstu kostnaðarliðirnir eru við palla og gangvegi, rúm 31 milljón.

Því næst er lýsing, sem kostaði 22 milljónir. Þá kostaði hönnun og ráðgjöf rúmlega 9 milljónir.

Kostnaður fram úr áætlun

Á vef Alþingis segir að kostnaður hafi farið nokkuð fram úr áætlun, en upphaflega var áætlað að kostnaðurinn yrði 45 milljónir, samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í júní. Þó var gerður sá fyrirvari að kostnaðurinn gæti hækkað eftir umfangi.

Það umfang var til dæmis sagt vera aðkoma RÚV að fundinum vegna beinnar útsendingar.

Kostnaður RÚV vegna beinnar útsendingar fundarins var þó aðeins 5,5 milljónir, samkvæmt svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Eyjunnar. Einnig kemur fram í svarinu að RÚV hafi enga sérstaka greiðslu hlotið frá Alþingi vegna útsendingarinnar.

Ástæða þess að kostnaðurinn fór fram úr áætlunum er sögð vera eftirfarandi á vef Alþingis:

„Er það einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var í beinni útsendingu. Einnig var haft í huga að upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar sem heimild um sögu þjóðarinnar. Vinna við að bæta og laga göngustíga á Þingvöllum fyrir viðburðinn mun áfram nýtast gestum þjóðgarðsins.“

Umdeildur heiðursgestur

Heiðursgestur fundarins var forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, en aðkoma hennar að fundinum var harðlega gagnrýnd af Pírötum og Samfylkingunni.

Má gera ráð fyrir að kostnaðurinn við ferðakostnað og uppihald Kjærsgaard sé inni í tölunum um ferðakostnað og gæslu, sem er samanlögð um fjórar milljónir króna.

 

Sjá má sundurliðunina hér að neðan:

Pallar og gangvegir (efni og vinna) 39.146.073 kr.

Hljóðkerfi – 3.790.720 kr.

Lýsing – 22.026.370 kr.

Veitingar – 2.222.564 kr.

Ferðakostnaður – 1.413.000 kr.

Tónlist – 2.070.000 kr.

Raflögn – 4.588.548 kr.

Hönnun og ráðgjöf – 9.169.706 kr.

Gæsla – 2.558.434 kr.

Samtals = 86.985.415 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki