fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Kostnaður RÚV vegna Þingvallafundarins 5,5 milljónir – Í hvað fór afgangurinn ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra Sjónvarpsins, við fyrirspurn Eyjunnar um kostnað og aðkomu RÚV að Þingvallafundinum í síðustu viku, kemur fram að gert sé ráð fyrir að endanlegur kostnaður verði um 5,5 milljónir króna. Einnig kemur fram í svarinu að RÚV hafi enga sérstaka greiðslu hlotið frá Alþingi vegna útsendingarinnar.

Áætlaður kostnaður vegna hátíðarþingfundarins á Þingvöllum var áætlaður um 70 – 80 milljónir króna, samkvæmt Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis.

Það er um helmingi hærri upphæð en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis,  gerði ráð fyrir í svari sínu til Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, frá því í júní, en þar kom fram að rekstraráætlun gerði ráð fyrir um 45 milljónum, en gæti hækkað eftir umfangi.

 

Hvað varð um afganginn ?

Ein skýringin sem gefin var á auknum kostnaði var sú að því fylgdi töluverður kostnaður að sýna fundinn í beinni útsendingu. Nú er ljóst að útsendingarkostnaðurinn er aðeins lítið brot af heildarkostnaðinum við fundinn.

Í svari Skarphéðins kemur fram að kostnaðurinn skiptist að mestu í laun þeirra sem að útsendingunni stóðu og tækjakostnað.

Eyjan spurði einnig hvort RÚV hefði fengið frjálsar hendur við skipulagningu og framkvæmd útsendingarinnar, eða hvort Alþingi hefði komið sérstökum tilmælum áleiðis um útsendinguna og framkvæmdina:

„Undirbúningsvinnan var unnin í góðu samstarfi milli RÚV og Alþingis. Þar var verkaskiptingin og ábyrgð alveg skýr; RÚV bar eingöngu ábyrgð á útsendingunni og tæknilegri útfærslu hennar á meðan Alþingi skipulagði og bar ábyrgð á fundinum sjálfum og viðburðinum í heild,“

segir í svarinu.

Eyjan hefur einnig sent fyrirspurn á Steingrím J. Sigfússon um sundurliðun á kostnaði vegna fundarins. Ekki reyndist unnt að svara henni fyrir helgi, en von er á svari  á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?