fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Biggi lögga um dómsmálaráðherra: „Veit ráðherrann við skrifborðið í alvörunni meira um stöðuna en við? Ég veit að það sýður á mörgum lögreglumönnum núna“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 13:00

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, er einn þeirra sem stigið hefur fram fyrir skjaldarrendur og svarað málflutningi dómsmálaráðherra, sem hefur reitt margan lögreglumanninn til reiði með orðum sínum undanfarið um að lögreglan standi vel, þar sem að fjárútlát til hennar hafi aldrei verið meiri:

 „Hvað getur maður sagt eftir þennan lestur? Erum við sem störfum við þetta kannski bara í ruglinu? Veit ráðherrann við skrifborðið í alvörunni meira um stöðuna en við? Ég veit að það sýður á mörgum lögreglumönnum núna,“

segir Birgir Örn.

Ráðherra vísaði því á bug að illa væri búið að lögreglunni, þó svo það liggi fyrir að verkefnum hennar hafi fjölgað og niðurskurður óumflýjanlegur. Til marks um fáliðunina í lögreglunni, eru 15 lögreglumenn á næturvakt á öllu höfuðborgarsvæðinu á virkum dögum. Þeir sinna samtals sjö sveitarfélögum, eða um 200.000 manns. Það gerir um 13 þúsund manns á hvern lögreglumann.

Sakar lögguna um lygar

Birgir segir að ráðherra saki lögreglumenn um lygar:

„Síðustu daga höfum við stigið fram og sagt frá óásættanlegri stöðu lögreglunnar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur kom m.a. fram og sagði að ástandið hefði aldrei verið jafn svart. Nú kemur ráðherrann fram og segir að það sé bara bull í okkur. „Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara“. Með öðrum orðum, hún segir okkur ljúga. Það finnst mér ekki sanngjarnt.“

Birgir segir aukna fjármuni ekkert segja um bætta stöðu löggæslu:

„Að sjálfsögðu hafa farið auknir fjármunir í löggæslu. Eftir endalausan niðurskurð þrátt fyrir fólksfjölgun og fjölgun mála þá varð að gerast. Það er samt fleira sem kallar á aukna fjármuni. Launakostnaður hefur hækkað í takt við launaþróun, stór mál sem upp hafa komið hafa krafist aukavinnu og tilfærslu mannafla, vinnuslys hafa verið tíð sem kallar á aukið álag og aukavinnu, veikindi hafa verið tíð sökum álags og margt fleira. Þetta eru allt dæmi um aukin fjárútlát en þau segja EKKERT um bætta stöðu löggæslu! Nákvæmlega ekkert.“

Þá segir Birgir að loforð ráðherra um öryggi borgaranna séu á veikum grunni byggð:

„Eins og í pistli mínum í síðustu viku þá bendi ég aftur á þau þrjú sem eiga að standa næturvaktirnar á rúmlega 60.000 manna svæði Kópavogs og Breiðholts. Ég vil líka t.d. benda á bunkana af málum sem hver einasti rannsóknarlögreglumaður embættisins hefur á sínum borðum. Getur ráðherra virkilega staðið á því að „sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara“. Hvað segja íbúar? Eru þeir sammála ráðherra eða okkur sem sinnum því starfi að tryggja þetta öryggi? Ég veit að hjá lögreglunni starfa mjög hæfir einstaklingar en við erum samt bara fólk. Við erum ekki ofurhetjur með skikkju eða grímur og fljúgum milli verkefna. Því miður. Við tökum bara eitt mál í einu og það er oft erfitt að þurfa sífellt að forgangsraða eða stefna jafnvel lögreglumönnum í hættu. Það er bæði vond þjónusta við borgarann og óásættanleg staða fyrir lögreglumenn og fjölskyldur þeirra.“

Vandamálin færð til – Ekki leyst

„Í upphafi árs var kynferðisbrotadeild lögreglunnar mikið í umræðunni. Í kjölfar þess var farið í þær nauðsynlegu aðgerðir að efla þá deild. Það er væntanlega það sem ráðherra á við þegar hann segir að lögreglustjóri hafi hreyft við rekstraráætluninni í byrjun árs. Það er samt eins og svo oft með lögregluna að þá er í raun verið að færa vandamálin. Þeir lögreglumenn sem fara milli deilda koma nefnilega ekki úr lausu lofti. Þegar fjölgað er í einni deild þá fækkar í annarri. Þar komum við að ákveðnum grunn vanda, en það eru kjaramál lögreglumanna. Það þarf virkilega að taka á þeim í eitt skipti fyrir öll þegar samningar opnast. Bæði til að tryggja nauðsynlega nýliðun og einnig til að halda frekar í þá lögreglumenn sem hefja störf en hverfa svo sífellt til bættrar aðstöðu og betri kjara. Að taka á þeim málum eru stóru verkefni næstu mánaða. Þar krefjumst við þess að á okkur verði hlustað og að staðan verði tekin alvarlega. Lögreglunnar vegna, sem og samfélagsins alls.“

 

Lögreglan lýgur ekki

„Ég hef fulla trúa á að ráðherra vilji lögreglunni allt það besta og að öryggi borgarans sé honum mikilvægt. Þess vegna vil ég ekki þessi umræða verði eitthvað „nei þú“ rifrildi og munnhögg. Það leysir engan vanda og kemur okkur ekkert. Það eina sem við óskum eftir er að vandinn verði viðurkenndur og að tekið verði á honum. Við erum ekki að ljúga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“