fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Lögreglumaður ósáttur við orð dómsmálaráðherra: „Ég formlega býð Sigríði Á. á vakt með mér til að finna hve vel aurunum hennar er varið til löggæslumála“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. ágúst 2018 22:33

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurkarl Gústavsson, lögreglumaður, gefur ekki mikið fyrir þau orð dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, um að fé til löggæslumála og aukning á fjárheimildum hafi aldrei verið eins mikil og nú um stundir, líkt og ráðherra sagði við Vísi.

Sigurkarl hyggst bjóða Sigríði á vakt með sér, svo hún sjái með eigin augum þörfina á frekari fjárveitingum í löggæslumál:

„Ætli sé ekki best að bjóða henni blessaðri á vaktina með manni ? 8-12 tímar stöðugt í einhverskonar ati og að reyna að halda viti eins langt og það nær undir miklu álagi og viðhalda þjónustustigi og virðingu stéttarinnar! Ég formlega býð Sigríði Á. á vakt með mér til að finna hve vel aurunum hennar er varið til löggæslumála

 

15 lögreglumenn sinna 200.000 manns

Sigríður vísaði því á bug að illa væri búið að lögreglunni, þó svo það liggi fyrir að verkefnum hennar hafi fjölgað og niðurskurður óumflýjanlegur. Til marks um fáliðunina í lögreglunni, eru 15 lögreglumenn á næturvakt á öllu höfuðborgarsvæðinu á virkum dögum. Þeir sinna samtals sjö sveitarfélögum, eða um 200.000 manns.

Sigríður segir málið snúast um forgangsröðun á fé og mati á þörf fyrir fjölda lögreglumanna:

„Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embættin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála og aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir. Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin. Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins.“

Nú er bara spurning hvort Sigríður áþekkist boð Sigurkarls um rúntinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu