fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur Bjarnason ráðinn tímabundið til Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er orðinn starfsmaður Seðlabankans.
Vilhjálmur staðfesti þetta í samtali við Eyjuna í morgun, en vildi þó ekkert láta uppi um hvers eðlis starfið væri, heldur benti á starfsmannastjórann.

Starfsmannastjórinn benti síðan á upplýsingafulltrúann og upplýsingafulltrúinn sagðist síðan þurfa að ráðfæra sig við starfsmannastjórann áður en hægt væri að tjá sig um málið.

Er starfsstúlku skiptiborðs Seðlabankans færðar sérstakar þakkir fyrir skilning sinn og þolinmæði í málinu.

UPPFÆRT

Seðlabankinn hefur svarað því í hverju starf Vilhjálms felst og fréttin uppfærð samkvæmt því:

„Vilhjálmur Bjarnason er ráðinn tímabundið í eitt ár í sérstök verkefni sem m.a. tengjast fullveldisafmæli Íslands. Hann er með titilinn verkefnastjóri. Verkefni hans felast í því að stýra gerð og birtingu annáls efnahags- og peningamála frá árinu 1918,  sem tveir sérfræðingar vinna nú að fyrir bankann, og gerð og birtingu haggagna fyrir sama tímabil. Stefnt er að því að þessi gögn birtist á heimasíðu bankans fyrir lok ársins. Honum er einnig falið að vera verkefnastjóri við gerð og birtingu ritgerðasafns um hagþróun og hagstjórn á fullveldistímanum sem stefnt er að komi út á næsta ári. Þá er áformað að bankinn birti bækling um sparnað á næsta ári sem Vilhjálmur mun vinna að. Staðan var ekki auglýst enda hefur það ekki tíðkast varðandi tímabundnar ráðningar í bankanum.“

Lá skilgreiningin ekki fyrir ?

Samkvæmt heimildum Eyjunnar ku starfið ekki hafa verið skilgreint  þegar ráðningin var kunngjörð á framkvæmdarstjórafundi Seðlabankans. Segir Seðlabankinn það ekki rétt, en Eyjan stendur við heimild sína.

Svo virðist sem Vilhjálmur hafi því verið ráðinn í starf hjá bankanum, áður en það lá fulljóst fyrir hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Mun hann þó eflaust nýtast bankanum vel, enda afar reynslumikill og talnaglöggur maður.

Vilhjálmur er einn þeirra sem sótti um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra fyrr á þessu ári, en stöðuna hlaut Rannveig Sigurðardóttir.

Vilhjálmur vann áður hjá Seðlabankanum með námi árin 1974-76.

 

Vilhjálmur er ekki sá fyrsti af fyrrverandi starfsmönnum bankans sem kominn er aftur til starfa, því Ingimundur Friðriksson, fyrrum bankastjóri Seðlabankans, var ráðinn þangað í fyrra, án auglýsingar, en Ingimundi var sagt upp í bréfi eftir hrunið af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra.

Ingimundur var síðar til umfjöllunar í rannsóknarskýrslu Alþingis.

Sjá nánarIngimundur ráðinn aftur til Seðlabankans án auglýsingar – Var rekinn af Jóhönnu og sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki