fbpx
Föstudagur 14.desember 2018
Eyjan

Ingimundur ráðinn aftur til Seðlabankans án auglýsingar – Var rekinn af Jóhönnu og sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 17:00

Ingimundur Friðriksson Mynd-Getty

Ingimundur Friðriksson, sem lét af embætti Seðlabankastjóra að beiðni þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009, var ráðinn til bankans að nýju í fyrra, án auglýsingar, þó svo að hafa gerst sekur um vanrækslu í starfi að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Stundin greinir frá þessu í dag.

Ingimundur sinnir nú verkefnum aðstoðarframkvæmdarstjóra alþjóðasviðs og skrifstofu bankastjóra, sem hefur verið ófyllt síðan 2016. Auk þess sinnir hann gæðaeftirliti og yfirlestri á útgáfum og textum sem frá bankanum kemur, en samkvæmt Stundinni er um tímabundna ráðningu að ræða.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Stundarinnar vegna ráðningar Ingimundar segir:

„Starfið sem Ingimundur sinnir var ekki auglýst á sínum tíma. Um var að ræða tímabundna ráðningu en samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber stofnun ekki skylda til að auglýsa tímabundin störf. Staða aðstoðarframkvæmdastjóra á alþjóðasviði og skrifstofu bankastjóra er ófyllt en Ingimundur hefur hlaupið í skarðið varðandi verkefnin og rúmlega það.“

Þá kemur fram að laun Ingimundar sem séu í „samræmi við ofangreint hlutverk“.

 

Hafnaði niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis

Ingimundur var skipaður einn þriggja seðlabankastjóra af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra árið 2006, þar sem Jón Sigurðsson óskaði eftir lausn úr embætti. Ingimundur hafði gegnt stöðu aðstoðarseðlabankastjóra frá árinu 1994.

Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir því árið 2009 að allir Seðlabankastjórnir þrír, þeir Davíð Oddson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur, hættu störfum, vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Seðlabankann, sem meðal annars miðuðu að því að hafa aðeins einn bankastjóra í stað þriggja,  og til þess að byggja upp trúverðugleika á bankanum og íslensku efnahagslífi eftir hrun.

Ingimundur varð við beiðni Jóhönnu, en sagði þó í bréfi til hennar, að sér þætti vegið að starfsheiðri sínum.

Í rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010 var komist að þeirri niðurstöðu að bankastjórn Seðlabankans hefði gerst sek um vanrækslu í tvígang í aðdraganda hrunsins, en Ingimundur hafnaði því að hafa gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu:

„Þegar sag­an er skrifuð get­ur hverj­um sýnst sitt um hvort all­ar ákv­arðanir sem tekn­ar voru hafi verið hinar bestu sem völ var á hverju sinni. Þessu er hægt að velta vöng­um yfir þegar neyðarástandið er að baki og alls kon­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir sem ef til vill voru ekki til­tæk­ar þegar ákv­arðanir voru tekn­ar. Mik­il­vægt er hins veg­ar að hafa í huga að þegar ákv­arðanir voru tekn­ar var það gert á grund­velli bestu fá­an­legra upp­lýs­inga á þeim tíma og á mati á þeim kost­um sem staðið var frammi fyr­ir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins hrynur – Framsókn rýkur upp
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“
Eyjan
Í gær

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir

Vilhjálmur tekur Framsókn til bæna: „Allt svikið enn og aftur!“ – Rassskelltir svo fast að það nánast blæðir
Eyjan
Í gær

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera