fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í „molum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar hefur verið mikið til umfjöllunar á undanförnum misserum og kemur það ekki til af góðu. Fjögur mál hafa komið upp frá 5. júní sem Björn Bjarnason telur upp sem dæmi um vonda stjórnsýslu borgarinnar.

„Þegar þau gerast öll á vakt sama embættismannsins, Dags B. Eggertssonar, er óskiljanlegt að myndast hafi meirihluti í borgarstjórn 19. júní 2018 um að hann gegni embætti sínu áfram næstu fjögur ár og það þrátt fyrir að hafa verið hafnað í borgarstjórnarkosningunum,“

segir Björn og telur upp þau fjögur mál sem um ræðir:

1.

5. júní 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir á Reykjavíkurborg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Fer dómarinn hörðum orðum um athæfi skrifstofustjórans: „Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn virðist ætla af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna.“

2.

2. júlí 2018. Kærunefnd jafnréttismála telur Reykjavíkurborg hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu borgarlögmanns á árinu 2017.“

3.

11. júlí 2018. Umboðsmaður alþingis segir að við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkurborg skorti á að borgaryfirvöld tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verði túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmaður kemst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verði til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.“

4.

„15. júlí 2018. Mannréttinda- og lýðræðisráð borgarinnar samþykkir að öll salerni starfsfólks í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar skuli gerð ókyngreind frá og með haustinu. Vinnueftirlitið fær veður af áformunum í fjölmiðlum. Samþykktin stangast á við 22. gr. reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá árinu 1995. Þar segir að á vinnustöðum þar sem starfa fleiri en fimm karlar og fimm konur skuli salerni og snyrting fyrir hvort kyn aðgreind. Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlitsins, segir í ríkisútvarpinu að málið sé til skoðunar hjá eftirlitinu. Í nútímasamfélagi sé viðurkennt að breyta reglum fyrst, svo megi breyta framkvæmdinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki