fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg braut jafnréttislög – „Við mun­um fara vel ofan í þetta og end­ur­meta okk­ar ferli, það er eng­in spurn­ing“ 

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 08:58

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með ráðningu á Ebbu Schram í starf borgarlögmanns í ágúst í fyrra, gerðist Reykjavíkurborg brotleg við jafnréttislög um jafna stöðu karla og kvenna, samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, sótti einnig um stöðuna og kærði ráðninguna á Ebbu með þeim rökum að ákveðið hefði verið fyrirfram að hún fengi starfið.

Vitnaði Ástráður í símtöl sín við borgarstjóra og fyrrum borgarlögmann, sem hefðu hvatt Ebbu til að sækja um stöðuna og gert ráð fyrir umsókn hennar um starfið. Hann bar einnig við að hann hefði meiri reynslu en Ebba og því hefði verið brotið á honum vegna kynferðis síns með ráðningu á Ebbu.

Haft var eftir borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni í Fréttablaðinu að niðurstaðan hefði komið honum á óvart, en Dagur sat sjálfur í ráðningarnefndinni:

„Við munum að sjálfsögðu fara yfir þennan úrskurð og meta hvort við þurfum að breyta einhverju hjá okkur varðandi ráðningarferla.“

Þá er haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og oddvita Viðreisnar í Morgunblaðinu í dag, að endurmeta þurfi ferlið:

„Við mun­um fara vel ofan í þetta og end­ur­meta okk­ar ferli, það er eng­in spurn­ing.“

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sat hjá þegar ráðningin kom fyrir borgarráð:

„Ég sagði að við þyrft­um að fara í gagn­gera end­ur­skoðun á þessu ráðning­ar­ferli. Ég held að þessi úr­sk­urður sé staðfest­ing á því.“

Sem kunnugt er var Ástráður líka einn fimmtán umsækjenda sem talinn var hæfur til að gegna embætti dómara við Landsrétt, þangað til að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að skipa Ástráð ekki í starfið. Hæstiréttur komst síðan að því að Sigríður hefði með því brotið lög og var Ástráði dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar málsmeðferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti