fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Borgin segir það skyldu að kjósa: „Með þessu er meirihlutinn að misnota vald sitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. maí 2018 09:45

Kjartan Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir meirihlutann í borginni misnota vald sitt. Reykjavíkurborg hefur sent fjölda fólks bréf inn um lúguna, þar sem segir að það sé „borgaraleg skylda að kjósa!“ Þar er reifað að kosningaréttinum fylgi mikil ábyrgð og með því að kjósa sé verið að sinna „lýðræðislegri skyldu“ viðkomandi.

Kjartan gerði athugasemdir við orðalag bréfsins á borgarráðsfundi þann 17. maí. Hann taldi það orka tvímælis að ræða um skyldur íbúa til að kjósa, þar sem hluti af kosningaréttinum sé að nýta hann ekki, og senda þannig skýr skilaboð til ríkjandi valdhafa.

Bókun Kjartans fékkst  þó ekki bókuð í fundargerð. Borgarstjóri og fulltrúar meirihlutans neituðu að birta bókanir Kjartans og létu færa þær í svokallaða trúnaðarmálabók, sem ekki má opinbera fyrr en eftir kosningar.

Kjartan segist furða sig á þessum vinnubrögðum, þar sem verið sé að senda þessi bréf í þúsundatali:

„Með þessu er meirihlutinn að misnota vald sitt í því skyni að koma í veg fyrir að gagnrýni á framkvæmd umræddra aðgerða komi fram fyrir kosningar,“

segir Kjartan við Morgunblaðið.

Fjallað var um tilraunir borgarmeirihlutans á dögunum til að fá fleira ungt fólk í kjörklefann, með því að senda því áminningu í gegnum sms. Slíkt þótti vafasamt, þar sem öll markaðssetning í gegnum sms er bönnuð. Kosningahvatning var í þessu tilfelli ekki skilgreind sem markaðssetning og mun því Reykjavíkurborg senda sms á stóran hóp ungmenna, um að koma og kjósa á laugardaginn.

Ekki hefur komið fram hvernig sms-skeytin verða orðuð.

Það rataði einnig í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg ákvað, í aðdraganda kosninga, að byrja á tilraunaverkefni með gatnahreinsun. Nýjungin fólst í því að tilkynna átti íbúum valinna hverfa að slík hreinsun færi fram um daginn í þeirra hverfi, með sms. Með þessu átti að spara pappírs- og dreifingarkostnað auk þess að hlífa umhverfinu.

Þegar þessi verkefni voru sett í samhengi útfrá tímasetningu, sagði Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, að borgin væri „augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar.

Í ljósi aldursgreiningar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, gæti sms-kjörsóknarátak meirihlutans haft úrslitaáhrif og því er það akkur Sjálfstæðisflokksins að unga fólkið haldi sig heima

Aðeins 16,3% aðspurðra á aldrinum 18-29 ára sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, meðan 44% sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna.

Svipaða sögu er að segja af fólki á aldrinum 30-44 ára. Þar sögðust 17,6% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 29,7% Samfylkinguna.

Í aldurshópnum 45-59 ára mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Samfylking, með 33.5% móti 26,1% en hinsvegar mælist Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur meðal þeirra sem eru 60 ára og eldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki