fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Borgin fær leyfi til að senda sms á ungmenni fyrir kosningar -„Áróðurstæki Samfylkingarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur gefið Reykjavíkurborg leyfi til að senda hóp sms á unga kjósendur fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, til áminningar um að taka þátt, en kjörsókn hefur farið minnkandi með árunum, ekki síst meðal yngsta aldurshópsins. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ekki er leyfilegt að senda sms skilaboð í markaðsskyni samkvæmt fjarskiptalögum, en Persónuvernd metur það svo að áminning Reykjavíkurborgar falli ekki undir skilgreininguna á  markaðssetningu.

Reykjavíkurborg hafði sótt um undanþágu til Póst- og fjarskiptastofnunnar vegna málsins, en stofnunin treysti sér ekki til að afgreiða málið og vísaði því til Persónuverndar, sem svaraði borginni í gær:

„Ekki verður séð að slíkt eigi við hér enda er sú vinnsla sem í erindi yðar greinir ekki í þeim tilgangi að afla fylgis við tilteknar stjórnmálahreyfingar, menn eða málefni, heldur til almennrar vitundarvakningar og upplýsinga um kosningarétt, framkvæmd kosninga og kjörstaði,“

segir í svari Persónuverndar til Reykjavíkurborgar.

 

Áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar

 

Eyþór Arnalds

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sagði við Eyjuna að sms sendingar borgarinnar væru ekkert annað en kosningaáróður Samfylkingarinnar:

„Það er engin spurning að borgarstjóri notar borgina í áróðursskyni, til þess að koma sínum pólitísku skilaboðum áleiðis og hann seilist ansi langt í þeim efnum þykir mér“

Reykjavíkurborg hyggst einnig senda sms skeyti á íbúa valinna hverfa í Reykjavík, til áminningar um götuhreinsanir, í tilraunaskyni.

Eyþór segir tímasetninguna enga tilviljun:

„Borgin er augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Nú til þess að auglýsa um hreinsun gatna, merkilegt nokk, sem hefur heldur betur vantað upp á síðustu árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við