fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Brynjar sakar Snæbjörn Pírata um hræsni: „Önnur siðferðisviðmið gilda um þá en aðra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist undrandi yfir ummælum Snæbjörns Brynjarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi í gær, er honum blöskraði framferði Miðflokksþingmannanna fjögurra sem hafa ákveðið að leita réttar síns gagnvart Báru Halldórsdóttur, öryrkja og fötlunaraktivista, sem tók upp samtal sexmenninganna á Klaustur bar.

Snæbjörn sagði meðal annars að fjórmenningar Miðflokksins hefðu hvorki manndóm né kjark til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni eða segja af sér og biðjast fyrirgefningar.

Sjá nánar: Pírati hellir sér yfir Miðflokksfjórmenninga:„Ég er kominn hingað í þetta púlt til þess að lýsa yfir hneykslun minni“

Fagnaði dauða John McCain

Brynjar segir um Pírata í kaldhæðni,  að um þá gildi önnur siðferðisviðmið en aðra. Er það tilvísun í ummæli Snæbjörns síðan í sumar, þegar hann fjallaði um andlát repúblikans og öldungadeildarþingmannsins John McCain á heldur nöturlega hátt, en Snæbjörn tilnefndi æxlið sem dró McCain til dauða, til friðarverðlauna Nóbels í grein á Stundinni.

Óskaði Snæbjörn þess í niðurlagi greinar sinnar, að McCain myndi brenna í helvíti, en grein hans vakti mikla athygli og var fordæmd víða, ekki síst af hægri mönnum.

Sjá nánar: Varaþingmaður Pírata fagnar dauða John McCain:„Mín tilnefning til friðarverðlauna Nóbels í ár er æxlið sem dró hann til dauða.“

Alltaf eitthvað nýtt

Brynjar telur Pírata vera óþjótandi uppsprettu þekkingar, en færslu sína skrifar hann við frétt Eyjunnar af ummælum Snæbjörns í garð McCain:

„Hinn skeleggi varaþingmaður Pírata, Snæbjörn Brynjarsson, krafðist í þingræðu afsagnar Klaustursbræðra vegna orðbragðs þeirra um aðra, ekki síst um stjórnmálamenn. Fékk hann sérstakt klapp á bakið og hrós frá formanni velferðarnefndar fyrir ræðuna. Óvarlegt tal með dassi af lítilsvirðingu er þekkt í einkasamtölum og ekki til eftirbreytni en ég vissi ekki að það væri öllu alvarlegra en slíkt tal opinberlega og ætlað öllum. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt af Pírötum en ég vissi svo sem áður að önnur siðferðisviðmið gilda um þá en aðra. Rétt er að nefna að Snæbjörn er ekki einn af sonum mínum svo að varfærni hans í orðræðu um menn og málefni er ekki frá mér komin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“