fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Pírati hellir sér yfir Miðflokksfjórmenninga: „Ég er kominn hingað í þetta púlt til þess að lýsa yfir hneykslun minni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 16:23

Snæbjörn Brynjarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Brynjarsson, þingmaður Pírata, fordæmdi fjórmenninga Miðflokksins í dag, sem stefnt hafa Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursupptökunnar. Í umræðum um störf þingsins sagði Brynjar að sér blöskraði framferði þingmannanna:

„Fjórir þingmenn ætla að stefna öryrkja og vilja miskabætur eða einhverja refsingu og ég er kominn hingað í þetta púlt til þess að lýsa yfir hneykslun minni, mér blöskrar þetta framferði, mér blöskrar að fólk sem er með margfaldar tekjur á við þennan einstakling, hópist saman gegn þessari einu manneskju og krefjist refsingar. Þessir menn hafa sýnt að þeir hafa hvorki manndóm né kjark til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni, að bara segja af sér og biðjast auðmjúklega fyrirgefningar. Mér finnst það alveg ótrúlegt að hugsa til þess að þeim hafi dottið í hug að stefna þessari manneskju. Þeir ættu frekar að þakka henni fyrir að hafa kennt sér mikilvæga lífslexíu.“

Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður, segir í bréfi til Persónuverndar að fjórmenningarnir krefjist miskabóta vegna „njósnaaðgerðar“ Báru Halldórsdóttur á Klaustur bar og að Bára, 42 ára hinsegin öryrki með fötlun, sæti refsingu.

Fjórmenningarnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, og Bergþór Ólason.

Þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafa hundsað fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um sendiherramálið svokallaða og því var málið tekið af dagskrá í dag og frestað fram í janúar.

Bára tók upp samtal sexmenninganna þar sem henni blöskraði talsmáti þeirra um alla þá minnihlutahópa sem hún sjálf tilheyrir og hefur víðast hvar hlotið lof fyrir. Hefur Jón Gnarr boðist til að hefja söfnun fyrir Báru, komi til þess að hún þurfi að greiða sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“