fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kristjana mótmælir orðum Gunnars Smára – Hefur ráðið sér lögmann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 06:30

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í greinum sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði í vefritið Miðjuna um helgina og á Facebooksíðu sína um launuð störf eiginkonu sinnar, Öldu Lóu Leifsdóttur, fyrir stéttarfélagið Eflingu nafngreinir hann Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra Eflingar. Gunnar segir Kristjönu hafa gert greiðslur til Öldu Lóu að fréttaefni vegna deilna hennar við yfirmenn á skrifstofu Eflingar og einnig sakaði hann Kristjönu um spillingu í starfi sínu hjá Eflingu eins og Eyjan skýrði frá um helgina.

Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur eftir Kristjönu að hún mótmæli þeim ásökunum sem á hana eru bornar.

„Það er mjög athyglisvert að starfsmaður stéttarfélags til 36 ára, sem unnið hefur undir stjórn þeirra Guðmundar J., Halldórs Björnssonar og Sigurðar Bessasonar, þurfi að ráða sér lögmann til að verja sig þegar stéttarfélagið hefur það hlutverk samkvæmt lögum að verja launamenn.“

Hefur Morgunblaðið eftir Kristjönu sem vildi ekki svara ásökunum Gunnars Smára og sagði að það væri í höndum lögmanns hennar. Hún vildi heldur ekki tjá sig neitt um andrúmsloftið á skrifstofu Eflingar í kjölfar þess að ný forysta tók við stjórnartaumum í félaginu.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru fjármálastjórinn, Kristjan, og bókarinn í veikindaleyfi og hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki viljað svara af hverju svo sé. Sólveig og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, birtu yfirlýsingu á heimasíðu félagsins á laugardaginn vegna fréttar Morgunblaðsins um málið. Þar segja þau að blaðið hafi slegið fram staðlausum fullyrðingum um framkomu stjórnenda við starfsfólk félagsins. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að greiðslur til Öldu Lóu hafi verið í samræmi við ákvörðun stjórnar Eflingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“