fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Eyjan

Segja óþarfi að taka undir fullyrðingar af landakaupum útlendinga: „Staðreynd­in er sú að stór hluti lands og lands­rétt­inda er í eigu ís­lenska rík­is­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmennirnir Guðjón Ármannsson og Víðir Smári Petersen, skrifa í Morgunblaðið í dag um jarðakaup erlendra aðila sem hefur mikið verið í umræðunni, þar sem sitt sýnist hverjum. Margir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni, þar á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem vill takmarka aðgengi erlendra og innlendra aðila.

Breski auðjöfurinn James Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlands, hefur keypt fjölda jarða í Vopnafirði og meirihlutann í Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt Jökulsá á Fjöllum. Þá eru um 2400 jarðir í eigu fyrirtækja, eða um 30 prósent, þar sem eignarhaldið er óljóst.

Gengið á eignarréttinn

Í grein tvímenninganna kemur fram að eignaréttinum fylgi ákveðinn ráðstöfunarréttur:

„Í eign­ar­rétti manna fel­ast marg­vís­leg rétt­indi. Sá sem á land má t.d. veðsetja það og hag­nýta með þeim hætti sem lög leyfa. Einn þátt­ur í eign­ar­rétt­in­um, sem nefna má ráðstöf­un­ar­rétt eig­anda, felst í því að eig­andi lands má ráða hvort og þá hverj­um hann sel­ur land sitt. Bann við því að selja jarðir til út­lend­inga fel­ur í sér tak­mörk­un á þess­um ráðstöf­un­ar­rétti, því mögu­leg­ur kaup­enda­hóp­ur slíkra jarða verður minni en ella. Þess­ar tak­mark­an­ir á ráðstöf­un­ar­rétt­in­um geta aft­ur á móti byggst á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum. Í því sam­bandi er gjarn­an nefnd nauðsyn þess að halda land­inu í byggð og að rækt­ar­land sé í land­búnaðarnot­um. Sjón­ar­miðum um að nátt­úru­auðlind­ir safn­ist ekki á fárra hend­ur hef­ur jafn­framt verið teflt fram.“

 

40 prósent Íslands verða þjóðlendur

Í greininni kemur fram að innan tíðar verði stór hluti landsins í eigu ríkisins:

„Þegar vinnu óbyggðanefnd­ar lýk­ur má bú­ast við að allt að 40% af Íslandi verði þjóðlend­ur. Þjóðlend­ur eru í eigu ís­lenska rík­is­ins og er óheim­ilt að nýta auðlind­ir í þjóðlend­um nema með leyfi for­sæt­is­ráðherra. Inn­an þjóðlendna eru marg­ar af helstu nátt­úruperl­um lands­ins. Má þar nefna Langa­sjó, Þjórsár­ver, Þórs­mörk, Hvera­velli, Land­manna­laug­ar, Öskju, Þríhnjúkagíg og alla stóru jökla lands­ins. Verður að telja það mikið gæfu­spor að vinna við af­mörk­un þjóðlendna hafi verið kom­in svo vel á veg þegar ferðamanna­straum­ur til lands­ins tók að stór­aukast fyr­ir nokkr­um árum. Ella hefði ágrein­ing­ur tengd­ur gjald­töku á ferðamanna­stöðum orðið mun um­fangs­meiri og mögu­lega staðið ferðaþjón­ust­unni sem at­vinnu­grein fyr­ir þrif­um. Til viðbót­ar eign­ar­haldi á þjóðlend­um er ís­lenska ríkið helsti jarðeig­andi lands­ins. Mun ríkið vera eig­andi að u.þ.b. 450 jörðum á Íslandi og inn­an þess jarðasafns eru marg­ar land­mestu jarðir lands­ins. Sveit­ar­fé­lög eiga jafn­framt stærst­an hluta þess lands sem er inn­an þétt­býl­is, auk þess sem þau eiga nokk­urn fjölda jarða í dreif­býli.“

 

Ríkið með forkaupsrétt

„Rík­is­sjóður hef­ur á grund­velli nátt­úru­vernd­ar­laga, for­kaups­rétt að jörðum og öðrum land­ar­eign­um sem eru að hluta eða öllu leyti á nátt­úru­m­inja­skrá. Þegar kem­ur að eign­ar­haldi auðlinda hef­ur ríkið við sölu rík­is­j­arða síðustu 100 árin iðulega haldið eft­ir til­tekn­um auðlind­um sem eru þá enn í eigu ís­lenska rík­is­ins. Þá hef­ur ríki og sveit­ar­fé­lög­um frá ár­inu 2008 al­mennt verið óheim­ilt að fram­selja með var­an­leg­um hætti helstu orku­auðlind­ir í op­in­berri eigu á borð við jarðhita og vatns­rétt­indi,“

segir í greininni.

 

Áhyggjur sagðar óþarfar

„Sam­kvæmt þessu er óþarft að taka und­ir þær full­yrðing­ar sem stund­um heyr­ast að út­lend­ing­ar geti keypt upp stór­an hluta Íslands eða orku­auðlinda lands­ins. Staðreynd­in er sú að stór hluti lands og lands­rétt­inda er í eigu ís­lenska rík­is­ins og annarra op­in­berra aðila. Sam­kvæmt 40. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar er óheim­ilt að selja fast­eign­ir rík­is­ins nema sam­kvæmt sér­stakri laga­heim­ild. Ef ráðherra tekst að afla slíkr­ar heim­ild­ar með lög­um er hon­um skylt, á grund­velli laga um op­in­ber fjár­mál, að selja eign­ina í opnu sölu­ferli þar sem leggja skal m.a. áherslu á gagn­sæi, jafn­ræði og hag­kvæmni. Sam­bæri­leg­ar skyld­ur hvíla á ráðherra við sölu rík­is­j­arða. Jafn­vel þótt landið sjálft sé selt er ráðherra eft­ir sem áður óheim­ilt að selja helstu auðlind­ir með land­inu. Af þessu leiðir að staða ís­lenska rík­is­ins sem land­eig­anda er afar sterk og gild­andi lög­gjöf er þannig úr garði gerð að hún veit­ir rík­inu úrræði til að bregðast við aðila­skipt­um að landi sem hef­ur sér­stakt gildi fyr­ir al­menn­ing.“

 

Þarf að bregðast við yf­ir­ráðum er­lendra aðila í veiðifé­lög­um?

„Á hinn bóg­inn er ekki þar með sagt að lög­gjöf­in sé hnökra­laus. Í til­viki kaupa er­lendra aðila á hefðbundn­um bújörðum verður vart ætlað að þeir telji sig hafa sér­staka hags­muni af rækt­ar­landi, enda sýna dæm­in að áhugi þeirra snýr fyrst og fremst að jörðum sem hafa yfir að ráða lax- og sil­ungsveiðirétt­ind­um. Að lög­um er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu, um­fram það sem leiðir af al­menn­um tak­mörk­un­um um eign­ar­hald er­lendra manna að fast­eign­um hér á landi, að ein­stök veiðifé­lög kom­ist að fullu und­ir yf­ir­ráð er­lendra aðila. Er­lend­um aðilum næg­ir raun­ar að eign­ast meiri­hluta at­kvæðis­rétt­ar í veiðifé­lag­inu, því al­mennt gild­ir sú regla í slík­um fé­lög­um að meiri­hlut­inn ræður og minni­hluta­vernd er frem­ur fá­brot­in, þó að ein­hver sé. Sam­kvæmt lög­um um lax- og sil­ungsveiði er óheim­ilt að kaupa veiðirétt­inn ein­an og sér og verður því al­mennt að kaupa land sem ligg­ur að viðkom­andi veiðivatni til þess að öðlast veiðirétt. Land­búnaðar­hags­mun­ir búa fyrst og fremst að baki þessu banni og má segja að tvenns kon­ar rök hafi verið fyr­ir því færð. Ann­ars veg­ar hef­ur verið talið að það rýri land­gæði land­búnaðar­jarðar um of ef veiðirétt­ur er skil­inn sér­stak­lega frá henni og hins veg­ar að hag­kvæmni búrekstr­ar sé bet­ur tryggð þegar land og land­gæði eru á sömu hendi. Ólík­legt er að þeir sem stóðu fyr­ir þess­ari laga­setn­ingu fyr­ir tæpri öld hafi áttað sig á því að bannið kynni að leiða til upp­kaupa á jörðum. Þeir er­lendu aðilar sem aðeins hafa áhuga á lax- og sil­ungsveiðirétt­ind­um verða hins­veg­ar vegna banns­ins að kaupa viðkom­andi jarðir þó svo óvíst sé að þeir hafi nokk­urn áhuga á því að kaupa landið sér­stak­lega. Að okk­ar mati kunna að vera úrræði til að bregðast við þess­ari stöðu sér­stak­lega, m.a. með breyt­ing­um á lög­um um lax- og sil­ungsveiði, og koma í veg fyr­ir að aðilar nái yf­ir­ráðum í veiðifé­lög­um án þess að eiga fasta bú­setu á viðkom­andi svæði. Í síðari grein und­ir­ritaðra verður nán­ar rætt um eign­ar­hald lands og þau úrræði sem koma til greina til að bregðast við aðila­skipt­um og upp­kaup­um á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði