fbpx
Eyjan

Jarðeigandi á Íslandi er ríkasti maður Bretlands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 08:30

Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe, sem er meirihlutaeigandi Grímsstaða á fjöllum og á auk þess jarðir í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlands, samkvæmt úttekt breska dagblaðsins Sunday Times. Auðæfi hans eru metin á 21 milljarð punda, sem eru tæpir þrjú þúsund milljarðar í íslenskum krónum. RÚV greinir frá.

Ratcliffe stekkur úr 18. sæti listans og í það fyrsta, en hann er efnaverkfræðingur að mennt og er forstjóri Ineos, sem er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem hann stofnaði sjálfur árið 1998 og fæst meðal annars við vökvabrot, eða „fracking“ sem er umdeild aðferð notuð við vinnslu jarðgass.

Hann á sjálfur 60 prósenta hlut fyrirtækisins, sem byggt er á grunni efnafræðihluta British Petroleum (BP) hins sögufræga enska olíu- og gas fyrirtækis.

Ratcliff var mikið í sviðsljósinu fyrir tveimur árum er hann keypti jarðir sínar í Vopnafirði og á Grímsstöðum á fjöllum, en kvað hann kaupin vera gerð til að vernda laxveiðiár, þar sem hann vildi taka þátt í verndun villtra laxastofna. Í janúar árið 2017 var greint frá fyrirætlunum hans til kaupa á jörðum í Þistilfirði, með veiðirétti í Hafralónsá, en fimmtán jarðir liggja að ánni. Tilraunir hans vöktu upp miklar deilur í sveitinni.

Ratcliffe er 65 ára Brexit stuðningsmaður og býr á sveitasetri nærri Beaulieu. Greint er frá því að hann hefji hvern dag á 10 kílómetra hlaupi, sé stuðningsmaður Manchester United og eigi tvær ofursnekkjur Hampshire  og Hampshire II, hvers nöfn eru dregin af svæðinu þar sem hann býr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér