Eyjan

Björn Leví fær svar vegna bókagjafarinnar: „Til þess að sinna „eftirliti“ er bara bull“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 13:15

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kvartaði undan því á dögunum að afmælisnefnd fullveldis Íslands væri að splæsa í veglega bókagjöf til handa hverjum og einum þingmanni. Um var að ræða heildarútgáfu Íslendingasagnanna frá Sögu forlagi, en verðmæti bókanna er um 29.990 krónur og heildarverðmæti gjafarinnar til þingmanna tæplega tvær milljónir króna.

Björn Leví sagði verðmæti gjafarinnar svo hátt að mögulega þyrfti hann að skrá gjöfina í hagsmunaskrá, en undraði sig á því hvers vegna þingmenn þyrftu að fá þetta gefins og óskaði eftir uppástundum um hvað hann gæti gert við bækurnar. Svöruðu nokkrir að bragði að hann gæti nú byrjað á því að lesa þær.

Nú hefur Björn Leví fengið svar við óformlegri fyrirspurn sinni um ástæðu gjafarinnar veglegu:

„Nú er ég búinn að fá svar um bókagjöfina sem ég var að pæla í um daginn, í svarinu segir meðal annars: „Þann 17. júní sl. var útgáfan formlega kynnt og verkinu skilað og því til staðfestingar afhenti afmælisnefnd öllum þingmönnum eintak af sögunum. m.a. til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt. Afmælisnefnd gerði samning við Sögu forlag um útgáfuna. Verð á Íslendingasögunum frá útgefanda er kr. 29.900.-„

Þá segir Björn Leví að hann geti hugsað sér „ódýrari úrræði“ fyrir þingmenn að sinna eftirlitshlutverki sínu:

„Ég fæ semsagt 30 þúsund króna bókagjöf til þess að ég geti sinnt „eftirlitshlutverki“. Mér dettur í hug mörg ódýrari úrræði til þess að ég geti sinnt því hlutverki. Til dæmis er kveðið á um stafrænt aðgengi í þingsályktuninni (http://www.althingi.is/altext/145/s/1808.html): „3. stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagna á afmælisárinu svo að fornar bókmenntir Íslendinga séu jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem stafrænu formi; “ — það væri hægt að gera eitt eintak aðgengilegt í bókasafni þingsins eða eitthvað og láta þingmenn fá stafrænt eintak til þess að rýna í innihaldið. Ekki eins og þingmenn séu endilega sérfræðingar á þessu sviði og geti farið í einhvers konar prófarkalestur á útgefinni bók sem einhvers konar eftirá eftirlit. Nei, ég þarf ekki 30 þúsund króna bók á borðið hjá mér til þess að sinna mínu eftirlitshlutverki. 63 þingmenn þurfa ekki 1.890.000 kr. af almannafé í formi bóka til þess að sinna því hlutverki heldur.“

Björn Leví er þó ekki á móti bókunum sem slíkum:

„ps. Mig langar að taka það sérstaklega fram að bækurnar eru örugglega mjög fínar og þingsályktunin var bara fín líka. Það er algerlega óháð bókagjöfinni. Nú velti ég því til dæmis fyrir mér hversu margar bækur voru gefnar og hvert. Það má vel vera að gjafir hafi farið á góða staði — en á borð þingmanna til þess að sinna „eftirliti“ er bara bull.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Í gær

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Í gær

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“