fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví kvartar yfir veglegri gjöf til þingmanna: „Ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera við þetta. Einhverjar uppástungur?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 12:04

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veit ekkert hvað hann á að gera við gjöfina sem hann fékk frá afmælisnefnd fullveldis Íslands, en heildarútgáfa Íslendingasagnanna var gefin öllum þingmönnum á 17. júní.

Virðist sem svo að Björn Leví hafi af gjöfinni nokkurn ama, ef marka má færslu hans á Facebook, en hann segir verðmæti gjafarinnar svo hátt að mögulega þurfi hann að skrá hana í hagsmunaskrá þingmanna á vef Alþingis. Það hefur hann þó ekki gert ennþá, en verðmæti bókanna er 30.000 krónur, sem þykir hóflegt fyrir svo veglega útgáfu, en það er Saga forlag sem gefur út.

„Þetta voru þingmenn að fá gefins í tilefni þjóðhátíðardags. Þetta slagar upp í lágmarkið á gjöf sem þarf að skrá í hagsmunaskrá miðað við þau verð sem ég hef náð að finna. Þetta eru mjög flottar bækur, þjóðararfur og svo framvegis … en til hvers þurfa þingmenn að fá þetta gefins. Ég veit ekki einu sinni hver gaf mér þetta (hver borgaði) þó það sé örugglega greitt úr sameiginlegum sjóðum. Miðað við 30.000 kr. þá kostaði það 1.890.000 kr. Segjum sléttar 2 milljónir.“

Þess má geta að allir flokkar á þingi samþykktu árið 2015 að „stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagna á afmælisárinu svo að fornar bókmenntir Íslendinga séu jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem stafrænu formi.“

Björn segir gjafir til þingmanna algengar, en getur ekki stillt sig um að bauna örlítið á kollega sína sem fá „gefins“ nefndarformennsku. Einnig fær Hannes Hólmsteinn Gissurarson væna sneið frá Birni:

„Gjafir til þingmanna eru ansi algengar. Oft finnur maður eitthvað ljóðakver eða boðsmiða á einhverja sýningu í pósthólfinu, eitthvað sem maður gefur bara eða hunsar. Það er ekki eins og maður geti ekki keypt sjálfur. En þetta er það stærsta sem hefur komið. Sumir fá auðvitað gefins launaða nefndarformennsku eða 10 milljónir fyrir að skrifa skýrslu,“

segir Björn en Hannesi var falið af fjármála- og efnahagsráðuneytinu að skrifa um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins og hefur verkið tekið meira en fjögur ár, þar sem útgáfunni hefur ítrekað verið frestað.

Að lokum spyr Björn Leví hvað hann eigi að gera við bækurnar:

 

„Ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera við þetta. Einhverjar uppástungur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2