fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben ósammála kjararáði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. júní 2018 09:27

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er ósammála kjararáði um eðli tilurðar þess. Bjarni metur það sem svo að kjararáð sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd með úrskurðarvald og teljist því til stjórnvalds. Þetta kemur fram í svörum Bjarna við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Svör Bjarna eru í takt við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál, (ÚNU) sem felldi úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Taldi ÚNU að rök ráðsins, um að það teldist ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf kjararáðs, væri ekki gild og því bæri kjararáði að taka nýja ákvörðun í málinu.

Í svari Bjarna kemur fram að kjararáð sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd með úrskurðarvald og hafi verið frá stofnun þess, árið 2006, en það njóti sjálfstæðis gagnvart framkvæmdarvaldinu þar sem úrskurðum þess verði ekki skotið til annars stjórnvalds.

Kjararáð verður lagt niður þann 1. júlí og mun því ekki taka neinar ákvarðanir eftir þann tíma.

Miðað við tímann sem það tók kjararáð að vinna úr beiðni Fréttablaðsins, er erfitt að segja til um hvort því gefist nægur tími til að verða við úrskurði ÚNU. Ef ekki, ætti það að vera á verksviði fjármálaráðuneytisins að afhenda gögnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki