fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Synjun kjararáðs felld úr gildi – Naumur tími til stefnu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. júní 2018 09:03

Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum hefur verið felld úr gildi af úrskurðarnefnd um upplýsingarmál (ÚNU) og beint því til kjararáðs að taka nýja ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Fréttablaðið óskaði eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá tímabilinu 2008-2017 í nóvember 2017. Beiðnin var ítrekuð mánuði síðar ásamt því sem óskað var eftir bréfum þeirra sem í ráðinu sátu. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Þá var ný beiðni lögð fram í í febrúar á þessu ári, þar sem óskað var eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.

Svör bárust seint og illa og var því ákveðið að leita til ÚNU til að hafa milligöngu um málið. Kjararáð synjaði beiðninni í mars, á þeim forsendum að ráðið væri ekki stjórnvald og því næðu upplýsingalög ekki yfir störf þess.

Sú synjun var kærð af Fréttablaðinu sem kvað upp úrskurð sinn í gær, um að fella synjun kjararáðs úr gildi. Samkvæmt úrskurðinum skal kjararáð, lögum samkvæmt, fylgja ákvæðum upplýsingalaga í sínum störfum. Undir það falli að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.

Það sem gerir málið ennþá sérstakara, er að þann 1. júlí næstkomandi verður kjararáð ekki lengur til og því erfitt fyrir ráðið að taka afstöðu til málsins.  Verður það þá væntanlega fjármálaráðuneytið sem þarf að svara fyrir málið eftir að tilurð kjararáðs lýkur.

Alþingi samþykkti þann 11. júní síðastliðinn að leggja ráðið niður, eftir að það þótti fara fram úr sér í launahækkunum til þeirra sem undir það féllu, frá ráðherrum til ríkisforstjóra og biskups.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?