Eyjan

Alþýðusambandið um Kristján Loftsson: „Blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekanda er að ræða“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 13:15

Gylfi Arnbjörnsson

Líkt og Eyjan greindi frá í gær hefur Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. meinað starsfmönnum sínum að vera meðlimir í Verkalýðsfélagi Akraness og þess í stað gefið þau fyrirmæli að þeir eigi að vera í Stéttarfélagi Vesturlands, samkvæmt orðum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur sagði að Kristján væri með þessu að hefna sín á verkalýðsfélaginu, þar sem félagið vann nýlga mál gegn Hvali hf. fyrir Hæstarétti.

Nú hefur ASÍ tekið undir orð Vilhjálms og fordæma „ólögleg afskipti“ Kristjáns í yfirlýsingu:

„Alþýðusamband Íslands fordæmir ólögleg afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna Nú við upphaf hvalvertíðar berast ASÍ þær upplýsingar frá Verkalýðsfélagi Akraness og Stéttarfélagi Vesturlands að forstjóri Hvals hf. krefjist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness vegna starfa sinna hjá Hval hf. á yfirstandandi vertíð. Í þessu felst skýrt brot á 4.gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur en skv. því ákvæði er atvinnurekendum óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna,“

Sagt er að það „blasi við“ að um „grófa og alvarlega hefndarráðsstöfun atvinnurekenda“ sé um að ræða og er þess krafist að fyrirtækið láti af þessum afskiptum sínum:

„Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekanda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess. Bæði Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands hafa í gildi kjarasamning um störf starfsmanna Hvals hf. sem gerður var sameiginlega undir merkjum Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins og sem Hvalur hf. er bundinn af. Því hafa starfsmenn fullt frelsi til að velja hvoru félaginu þeir kjósa að eiga aðild að. Kjósi þeir að skipta um félag eftir að frá ráðningu hefur verið gengið er þeim það fullkomlega heimilt og öll afskipti atvinnurekanda af slíkum breytingum er bönnuð. Alþýðusamband Íslands fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“