fbpx
Eyjan

Björt um atburðarrásina í Hafnarfirði: „Ekki þau stjórnmál sem við viljum kenna okkur við“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 15:51

Björt Ólafsdóttir

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, skrifar ítarlega færslu á Facebook hvar hún harmar það ástand sem skapast hefur hjá flokknum í Hafnarfirði, en mikill hiti var í fólki á bæjarstjórnarfundi í gær þegar fulltrúum Bjartrar framtíðar, sem ekki voru á staðnum, var vikið úr nefndum og ráðum, en það mál bíður úrskurðar innanríkisráðuneytisins. Flokkurinn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu kosningar, en tveir fulltrúar Bjartrar framtíðar sögðu sig úr flokknum á dögunum, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson.

Björt virðist nokkuð niðri fyrir og segir það þungbært að hafa eftir þessa atburðarrás:

„Því er ekki að neita að það er mér þungbært að hafa eftir þessa atburðarás. Hún er ekki sú sem ég hefði óskað fyrir Bjarta Framtíð. Þetta eru ekki þau stjórnmál sem við viljum kenna okkur við. Það eru hinsvegar framboð, ýmist í burðarliðnum, eða komin fram sem eru okkar, eða okkar fólk er partur af sameiginlegum eða óháðum listum. Eftir allt sem á undan er gengið er ljóst að framaboð í Hafnafirði er í upplausn. Þar er fólk þreytt eftir átök og rugling og þau sem skipuðu sæti á sameiginlegum lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar hafa dregið sig í hlé með miklum trega og eftirsjá,“

segir Björt, en hún rekur atburðarrásina í Hafnarfirði:

(Millifyrirsagnir eru Eyjunnar)

„Dapurleg er atburðarásin hjá Bjartri Framtíð í Hafnarfirði. Þegar kom að því að stilla saman strengi, og stilla upp á lista fyrir kosningar í vor kom í ljós hjá hópnum okkar þar vilji allra sem spurðir voru um áframhaldandi vinnu í bæjarmálunum til þess að halda áfram, en að það þyrfti að skipta um manneskju í stafninum. Samtölin voru góð og þrátt fyrir að margir lýstu vonbrigðum og vilja um breytingar á vinnubrögðum vegna ýmissa mála sem komið hafa upp á kjörtímabilinu eins og gengur og gerist, þá var fólk líka stolt af verkunum og vildi halda þeim áfram.

Flestir vildu Viðreisn

Könnun sem gerð var innan hópsins í Hfj. leiddi í ljós að langflestir vildi viðræður við Viðreisn til þess að athuga málefnanlegan grundvöll á sameiginlegu framboði. Tveir aðilar lýstu sig algjörlega á móti því, gerðu það í góðu einu, en stigu til hliðar eins og skiljanlegt er við undirbúning á því. Þegar mönnum var ljóst að þær umleitanir gengur vel og ljóst var að þessir tveir flokkar í Hafnarfirði gátu og vildi vinna saman var farið af stað með sameiginlega uppstillinganefnd. Það er skemst frá því að segja að Áshildur okkar sem við þekkjum vel frá BF á Akureyri þar sem hún sat í fræðsluráði og um tíma fyrir okkur í bæjarstjórn heillaði marga og fólk vildi fá hana til að leiða þennan sameiginlega lista.

Svo fer af stað dálítil rúlletta eins og gengur, það þurfti að sætta sjónarmið beggja megin borðs og ekki síður að passa upp á að listinn endurspeglaði þá breidd sem þessir flokkar vildu sýna saman. Lokaniðurstaðan var að Áshildur var færð niður í annað sætið en á móti fengi þá BF líka inn 3. sætið og þar hana Karolínu. Tvær öflugar konur frá BF í þremur efstu sætunum.

Úrsagnir bæjarfulltrúa

Þá fer af stað skringileg atburðarás. Og ég ætla ekki að leggja neinn dóm á hana hér, en finnst rétt að þið sem spyrjið og lýsið vonbrigðum ykkar séuð ekki í myrkrinu með það. Fyrrverandi bæjarfulltrúarnir okkar tveir í HFj segja sig bæði úr Bjartri Framtíð með samstilltum hætti. Það kom kannski ekki mikið á óvart hvað oddvitann varðaði hún hafði lýst yfir vonbrigðum með ýmislegt og hópurinn hennar hafði ekki fylkt sér að baki hennar. Hinn bæjarfulltrúinn var hinsvegar búinn að vinna með uppstillingarnefnd fyrir komandi kosningar þrátt fyrir að vera sjálfur á leið út eins og von var því hann er ekki búsettur í bæjarfélaginu.

Ég les það svo í fjölmiðlum eins og þið hin væntanlega að bæjarfulltrúarnir sem nú eru þá óháðir, meina lýðræðislega kjörnum fulltrúa nr 3 á lista BF að koma inn í bæjarráð í veikindum Guðlaugar. Næst er það svo að frétta að veikindin hafa á sér formgalla í afgreiðslu bæjarstjórnar og eru það því ekki lengur. Þá gerist það að Karolína segir skilið við það að bjóða sig fram í 3ja sætið á sameiginlegum lista Bjartar Framtíðar og Viðreisnar. Oddvitasætið þar því farið fyrir lítið.

Það þriðja sem ég les í fréttum er það að hópur fólks í Bjartri Framtíð í Hfj. sem áður hafði lýst yfir vonbrigðum með vinnulag og framgöngu bæjarfulltrúana sinna, stefnir að óháðu framboði með þeim. Ég ætla að nýta tækifærið hér og óska þeim öllum velfarnaðar í sínum störfum í framtíðinni og þakka þá miklu vinnu sem þau hafa fram til þessa á kjörtímabilinu unnið fyrir og í nafnið Bjartrar Framtíðar.

Upplausn á fundi

Í gærkvöldi las ég svo frétt um upplausn á bæjarstjórnarfundi í Hafnafirði þar sem tveimur kjörnum fulltrúum Bjartrar Framtíðar sem ekki voru á staðnum, var vikið úr nefndnum og ráðum á vegum BF. Háreistin heyrðust út á götu og slíta þurfti fundi.

Mál þessara tveggja kjörnu fulltrúa Bjartrar Framtíðar liggja nú til úrskurðar hjá Innanríkisráðuneytinu.

Því er ekki að neita að það er mér þungbært að hafa eftir þessa atburðarás. Hún er ekki sú sem ég hefði óskað fyrir Bjarta Framtíð. Þetta eru ekki þau stjórnmál sem við viljum kenna okkur við. Það eru hinsvegar framboð, ýmist í burðarliðnum, eða komin fram sem eru okkar, eða okkar fólk er partur af sameiginlegum eða óháðum listum. Eftir allt sem á undan er gengið er ljóst að framaboð í Hafnafirði er í upplausn. Þar er fólk þreytt eftir átök og rugling og þau sem skipuðu sæti á sameiginlegum lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar hafa dregið sig í hlé með miklum trega og eftirsjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Í gær

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu