fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
EyjanLeiðari

Ég gefst upp

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 14. júlí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að veðurfar hérlendis hafi engin sérstök áhrif á mig. Vissulega er mér stundum kalt, af og til verð ég hundblautur og ég fyrirlít reyndar slabb. Slabb er holdgervingur alls þess versta sem fyrirfinnst í veröldinni. En ég læt mig alltaf hafa þetta. Berst áfram og er við þessu öllu búinn. Veit að ég get klætt veðrið af mér þó að ég geri það sjaldnast.

Núna verð ég þó að viðurkenna að mér öllum lokið. Það er kalt úti, grátt, blautt og ömurlegt. Það hefur áhrif á mig og ég get ekki meira. Veðurguðirnir eru formlega búnir að láta lýsa mig andlega gjaldþrota. Engin gleði finnst í þrotabúinu.

Á mánudaginn næsta koma spænskir vinir okkar hjóna í tveggja vikna heimsókn. Þau búa nærri Alicante, þangað sem örvæntingafullir Íslendingar flýja daglega á náðir sólargeislanna. Þau eru ekki mjög skipulögð heldur hvatvísir lífskúnstnerar sem taka því sem að höndum ber. Þau hafa því ekkert spurt út í veðrið á Íslandi, gera bara ráð fyrir því að það verði bjart og nokkuð notalegt. Þau ætla að valhoppa um höfuðborgina og njóta lífsins. Við höfum ekki afborið að segja þeim sannleikann og láta þau vita hvað sé í vændum.

Alltaf vonaðist maður til þess að ástandið myndi batna en nú virðist útséð með það. Veðrið verður ömurlegt næstu vikur. Við urðum því loks að færa vinum okkar hin válegu tíðindi og hvetja þau til að taka með hlý föt fyrir sig og barnunga syni sína tvo.  Þá var nöturleg veðurfarsleg tilvist okkar Íslands opinberuð enn frekar fyrir mér. Spænsku vinir okkar eiga einfaldlega ekki hlý föt. Ekki úlpur, ekki húfur og það er ekki sjéns að þau hafi nokkru sinni þurft að kaupa sér vettlinga. Af hverju búum við hérna?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?