fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Þingmönnum leyft að sitja hjá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2019 13:00

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að andstaðan við þriðja orkupakkann sé svo mikil innan Sjálfstæðisflokksins að málamiðlanir verði að gera og leyfa einstökum þingmönnum að leggja ekki blessun sína yfir hann. Þá helst íhaldssömum þingmönnum. Sömu sögu er hægt að segja innan Framsóknarflokksins þar sem grasrótin er ekki á einu máli um ágæti pakkans og valdaframsal til ESA.

Nýlega greindi Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að hann hygðist ekki styðja þingsályktunartillöguna um innleiðingu orkupakkans. Ásmundur vildi þó ekki tjá sig mikið um hvernig hann myndi leggjast gegn tillögunni. Hugsanlega sitja hjá eða vera fjarverandi þegar kosið yrði. Ólíklegt verður að teljast að hann kjósi gegn henni.

Á þingi er yfirgnæfandi meirihluti með tillögunni, bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Aðeins Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa sýnt henni mikla andstöðu. Ef þetta er reiknað eftir flokkslínum sést að 52 þingmenn ættu að vera samþykkir en aðeins 11 á móti. Þessi staða leyfir ríkisstjórninni að slaka á klónni gagnvart einstaka þingmönnum og sennilega yrði það til að lægja innanflokksátök að einhverju leyti.

Fleiri þingmenn gætu bæst í hópinn sem fá að sitja hjá eða vera fjarverandi. Þá helst Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson. Hjá Framsóknarflokki koma ýmis nöfn til greina. Þá helst Halla Signý Kristjánsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn