fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Enginn árangur, allt stopp

Orðið
Föstudaginn 14. september 2018 16:02

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir undrast óvinsældir innan við eins árs gamallar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en aðrir benda á að einstakir ráðherrar tryggi fylgistap og óvinsældir með framgöngu sinni.

Dæmi um þetta er Svandís Svavarsdóttir sem hefur sem heilbrigðisráðherra tekist á undraskömmum tíma að fá alla upp á móti sér. Taktík hennar virðist lík því sem hún stundaði áður sem umhverfisráðherra, að tefja og þæfa mál sem eru henni ekki hugmyndafræðilega þóknanleg, svara ekki erindum og koma hlutum í bullandi ágreining.

Gott dæmi um þetta er andstaða ráðherrans við allt sem heitir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ríkið er frekar látið greiða fyrir dýrari aðgerðir í Svíþjóð en framkvæma þær í Ármúlanum hjá Klíníkinni og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar vita ekkert um sína stöðu þar sem Svandís vill helst ríkisvæða allt heilbrigðiskerfið og feta þannig slóð sem ekkert vestrænt markaðsþjóðfélag hefur valið sér.

Að auki er eitt verst geymda leyndarmálið í pólitíkinni það að Svandís er dugleg að gagnrýna forsætisráðherrann sinn og samherja á bak við tjöldin og er á henni að heyra að aðrir gætu valdið verkefnum Katrínar Jakobsdóttur töluvert betur.

Orðið á götunni er að ljóst sé að vinsældir ríkisstjórnarinnar muni hrapa áfram ef einstakir ráðherrar fara að dæmi Svandísar og vinna fremur fyrir þröngan flokkskjarna en almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv