fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Verður Ögmundur forseti ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 16:41

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að skrifað sé í skýin hver verði eftirmaður Gylfa Arnbjörnssonar í forsetaembætti ASÍ. Gylfi gaf það út í dag að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og virðist hafa gefist upp í baráttunni gegn Ragnari Þór og fleirum sem hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir að tala ekki máli verkalýðsins.

Ljóst er að veljast þarf maður, eða kona, sem hafi nægilega sterkt bein í nefinu til að takast á við erfiða kjarasamninga í haust. Eitt nafn hefur skotið upp kollinum oftar en önnur á kaffistofum landsmanna í dag. Það er nafn Ögmundar Jónassonar, fyrrum ráðherra Vinstri grænna og formaður BSRB.

Ögmundur hefur það fram yfir marga að eiga feril bæði í verkalýðshreyfingunni og stjórnmálum og nýtur virðingar þvert á flokka. Enginn efast um að hann beri hag verkalýðsins fyrir brjósti og einnig ætti það að teljast honum til tekna, að hann hefur ekki lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við ríkisstjórnina.

Ögmundur verður að vísu orðinn sjötugur þegar kemur að forsetakjöri ASÍ, en hann þykir þó halda sér gríðarlega vel.

Þá má geta þess, að Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segist ekki ætla að gefa kost á sér til embættisins, en framboð hans hefði orðið að teljast nokkuð langsótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu